Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 55
1 SÆLUDALNUM Á NÝJU GUINEU
53
nmst. við frá jörðu og svifum
til hæða. Við strukumst við
trjátopp, og ég lokaði augun-
um.
Ég vissi ekki fyrr en seinna,
hve sáralitlu munaði, að við
steyptumst að nýju niður í
skógarþykknið. Dráttartaugin
hafði slegist niður á milli
trjánna og hægt ferð dráttar-
flugvélarinnar niður í 105
mílna hraða, sem er nægilegt til
að kollsteypa svo stórum flug-
vélum í ekki meiri hæð. En
Samúels majór, sem stjórnaði
henni, tókst að halda henni á
lofti, en hann sagði okkur eftir
á, hve hæpið það hefði verið.
Þegar hann var síðar sæmdur
heiðursmerki fyrir afrekið, lét
hann svo um mælt: „Ég mundi
ekki vilja endurtaka þennan
leik, þótt mér byðist heil tylft af
heiðursmerkjum!“
Skyndilega heyrðum við
skelli og smelli neðan undir
svifflugunni. Við höfðum þrif-
ið með okkur stóra fallhíf, sem
var tjóðruð við enda brautar-
innar, til að afmarka hana.
Vonbráðar komu í Ijós smárifur
í hinn veikviða svifflugubúk,
þar sem fallhlífin lamdist við í
sífellu. Ekki leið á löngu þar til
rifan náði þvert yfir gólfið og
var tvö fet á breidd. Okkur
nægði að líta beint niður fyrir
fætur okkar til að skoða lands-
lagið. Það tók á taugarnar.
Það tók okkur aðeins hálfa
aðra klukkustund að ferðast frá
Leynidal til Hollandíu, en mér
fannst það ógnarlangur tími.
En Paver lenti flugunni af
hinni mestu snild, heilu og
höldnu. Ég steig út á flugvöll-
inn 47 dögum eftir að ég lagði
upp þaðan í flugferð, sem fyrir-
hugað var að tæki f jórar stund-
ir.
Ég hjúfraði mig upp að
Ðecker og McCollom, þegar við
gengum fram fyrir ljósmyndar-
ana, sem biðu okkar. Á þeirri
stund varð ég þess bezt og inni-
iegast áskynja, hve óumræði-
Iega Iánsöm ég hafði verið að
eiga slíka menn að lagsbræðr-
um í hrakningum mínum. Báðir
höfðu þeir þjáðst meira en ég,
hvor á sinn hátt. Nú stóð hvít-
ur kross á gröf tvíburabróður
McCoIIoms, einhverstaðar „inn
milli f jallanna", og Deckers beið
margra vikna dvöl á sjúkra-
húsi, til lækninga á hans fjöl-
mörgu meinum.
Ég beindi þakklátum huga til
Walters höfuðsmaður og Filipps-
eyinganna hans, sem urðu eftir