Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 15
TVÖ HLUTVERK
13
hjúpuð eiuhverjum leyndar-
dómi, en vegurinn sýnist við-
ráðanlegri, þess vegna nýtur
hann minna álits. Sjálfum
finnst mér þau jafngóð, hvor á
sinn hátt. Hér eru tvö dæmi.
Fyrir nokkrum árum skrifaði
Karl Sehliiter leikrit, sem heit-
ir „Nu er det Morgen —“. Það
var sýnt á Dagmarleikhúsinu,
þegar Knud Rassow var leik-
hússtjóri. Leikstjóri var dr.
Rostrup. Þeir voru báðir — svo
og leikararnir, sem fengu leik-
ritið til lesturs — sannfærðir
um, að hér væri á ferðinni svo
stórbrotið leikrit, sem byggi
yfir svo miklu sálrænu innsæi
og áhrifaríkum atburðum, að
leikhúsið yrði að taka það til
sýningar, þrátt fyrir þá lífs-
fjandsamlegu bölsýni, sem það
túlkaði.
Leikritið segir frá manní,
Hilmer Ruhne, sem gerzt hefir
Iæknir, en reynist því miður
ekki starfinu vaxinn. Hann hef-
ir til að bera þekkingu, ástund-
un og dugnað, hann er vísinda-
maður, hugsuður, en ekki fædd-
ur Iæknir. Hann verður yfir-
læknir við spítala úti á landi. I
hjónabandi sínu eignast hann
barn, dreng. Kona hans, Helga
Ruhne, sem er að dauða komin
við fæðinguna, veit ekki að
barn hennar er vanskapað. Af
tilviljun liggur á sjúkrahúsinu
ung stúlka, er samtímis eignast
dreng, sem er heilbrigður og
þróttmikill. Dr. Ruhne veitist
auðvelt að fá stúlkuna til að af-
sala sér barninu, sem aðeins er
henni til þyngsla, og mimdi
hljóta bjartari framtíð, ef lækn-
irinn tæki það til fósturs. Lækn-
irinn þorir ekki að segja konu
sinni sannleikann vegna veik-
inda hennar, þorir ekki að tala
um hinn hræðilega vanskapnað,
sem hún hefir gefið líf, og sem
hann sjálfur skömmu seinna
sviptir lífi í djúpri örvæntingu
og í meðaumkun með þessu litla
vanskapaða bami, en leggur í
stað þess hið ókunna, heilbrigða
barn að brjósti konu sinnar, sem
hann ann hugástum. Hún nær
aftur heilsu og er sæl með bam-
ið, sem hún heldur að sé af-
kvæmi sitt. Og dr. Ruhne, sem
hafði ætlað sér að segja henni
allt af létta, hefir nú ekki kjark
til þess að raska hamingju
hennar. En hamingjan verðrn'
þó aðeins skammæ. Drengurinn
deyr úr farsótt tveggja ára
gamall.
Ruhne fær aldrei frið i sál
sinni; verknaður hans hvílir