Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
En þessi áhrif væru ekki
mikilsvirði, ef ekki væru fyrir
hendi möguleikar til að fram-
leiða klæðnað í stórum stíl, þar
sem sveiflum tízkunnar er fylgt
út í yztu æsar eins fljótt og unnt
er. Aukinn iðnaður hefir valdið
því, að mjög hefir fjölgað í
stéttum manna, sem vinna létt
og hreinleg störf. Jafnvel í
fjöldaframleiðslu verksmiðjum
er hægt að framleiða vandaðan
og smekklegan fatnað. Þar sem
þörf er sérstaks fatnaðar, verð-
ur hann oftast að einhverskon-
ar einkennisbúningum, sem ekki
hafa nein áhrif á tízkuna að
öðru leyti.
Strax eftir fyrri heimsstyrj-
öldina tók framleiðsla gerfiefna
miklum framförum, sérstaklega
að því er snerti silkisokka, og
varð þetta til þess að bæta út-
lit verkastúlknanna að miklum
mun og minnka bilið milli
þeirra og hinna auðugri kyn-
systra þeirra. Jafnvel íburðar-
mikil hárgreiðsla, sem á átjándu
öld var of kostnaðarsöm fyrir
allan þorra kvenna, er nú f lestum
kleif. Farði og varalitur hefir
og tekið miklum framförum, og
hin sjálfstæða, unga stúlka, hef-
ir ekki hikað við að nota þetta
vopn hins fyrrum ægilega, en
nú nærri útdauða keppi-
nautar síns — hinnar voldugu
hispursmeyjar gamla tímans.
Það segir sig sjálft, að þessi
þróun stuðlar að giftingum
milli fólks í mismunandi stétt-
um; það er efamál, hvort nokk-
urntíma verði um mikla auð-
kýfinga að ræða framar. Hvað
konuna snertir, þá er hin alþýð-
lega tízka bæði orsök og afleið-
ing. Frekari þróun er komin
undir því þjóðskipulagi, sem rís
upp af rústum síðustu heims-
styrjaldarinnar.
]-[
Sálkönnun.
Tlmarit Ameríska læknafélagsins skýrði frá atviki, sem skeði
á Mayo-sjúkrahúsinu: Geðveikralæknir var að athuga sjúkling
og spurði: „Hvaða munur er á litlum dreng og dverg?“
Sjúklingurinn hugsaði sig um stundarkom og sagði svo: „Já,
það getur nú verið margt.“
„Eins og hvað, til dæmis?" spurði læknii'inn uppörvandi.
„Til að mynda," sagði sjúklingurinn, „dvergurinn gæti til að
mynda verið stúlka."
— Magazine Digest.