Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 61
Furðnlegar staðreyndir og tilgátur um
eitt af merkilegustu t'yrirbrigð-
um náttúrunnar.
„Þjóðflutningar" dýranna
Grein úr „The Saturday Evening Post“,
eftir Ivan T. Sanderson.
T þúsundir ára hafa menn veitt
ferðalögum dýranna athygli,
og eru þau enn einn af rnerki-
legustu leyndardómum náttúr-
unnar. Við getum ekki verið ör-
ugg um, að allar þær ótrúlegu
staðreyndir, sem við höfum nú
aflað okkur um þetta fyrir-
brigði, geti gefið fullnægjandi
skýringu á því.
Þegar nútímarannsóknir
höfðu sýnt, að ferðalög eru
sameiginleg venja mikils hluta
dýraríkisins og eru nauðsynleg
fyrir tilveru þessara dýra,
skapaðist annað vandamál. Um
allan heim hafa menn aftur og
aftur orðið varir við mikinn
fjölda dýra, milljónum saman,
á ferðalagi á yfirborði jarðar,
oft án nokkurs sjáanlegs til-
gangs.
Engisprettur eru sennilega
algengasta dæmið, enda eru
þær árlega plága í mörgum
heitum löndum. Einn engi-
sprettuhópur nálægt Rauða-
hafinu þakti 5000 ferkílometra.
— Norðarlega í Kanada og í
Noregi kemur stundum fyrir, að
feiknarlega stórir hópar af læm-
ingjum, sem eru lítil dýr, svip-
uð rottum, æða ofan af öræfum,
streyma niður fjallshlíðamar og
yfir láglendið við ströndina,
steypa sér í sjóinn og hverfa.
í Suður-Afríku ber það við, að
litlar, fallegar antilópur, sem
nefnast stökkgeitur, ryðjast
allt í einu í þéttum fylkingum,
þúsundum saman, til strandar,
steypa sér í sjóinn og tortímast.
Þessi óvæntu gos dýralífs-
ins koma fyrir í næstum hverju
landi. Einu sinni gekk ég í heila
klukkustund yfir samfellda
breiðu lítilla froska á grasslétt-
unum í Suður-Afríku. Varla
nokkurt sumar líður svo, að
ekki berist fregnir af skordýra-
hópum í New York. Árið 1943
voru þeir tveir, grænar flugur
8*