Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 39
í SÆLUDALNUM A NÝJU GUINEU
37
af sprengidrunum. í síðasta
kastinu varð ég þess vör, að
einhver hafði gripið heíjartök-
um um mig miðja, og eins, að
mig sveið ógurlega af eldi í and-
lit og á höfði. Ég hafði marg-
oft heyrt að mannlegur máttur
gæti orðið yfirnáttúrlegur, þeg-
ar í þyngstu raunir rekur. Ég
veit nú að þetta er rétt. Sjálf
er ég innan við 100 pund, en
samt tókst mér að brjótast úr
járngreipunum og brölta áfram
á fjórum fótum, eitthvað út í
buskann — burt frá glefsandi
eldtungunum.
Þótt ótrúlegt megi virðast,
skeði þetta allt á 30 sekúndum.
„Drottinn minn dýri! Marga-
ret!“ kallaði einhver um leið og
ég stóð á fætur. Það var John
McCollom, sem hafði, að því er
virtist, sloppið alveg ómeiddur.
Það hafði orðið okkur til lífs,
að við vorum aftast í flugvél-
inni og að stélio á henni hafði
brotnað frá aðalbúknum, við
fallið.
Áður en vio gætuin talazt
meira við, heyrðum við neyðar-
óp, hið eina, sem nokkru sinni
ba.rst frá flakinu. Það var
kvenrödd, sem hrópaði á hjálp.
McColíom beið ekki boðanna,
snérist á hæl og dró stúlku út
úr eimyrjunni. Síðan hljóp hann
aftur að flakinu og kom með
aðra í fanginu. Þetta voru stúlk-
urnar, sem setið höfðu á móti
mér í flugvélinni.
Nú kom maður haltrandi
fyrir homið á flakinu. Hann
hafði hræðilegt sár á enninu,
svo að skein í kúpuna sjálfa og
hár hans var blóði klístrað.
Þetta var Ðecker. Þótt hann
hefði verið einhver kynjavera,
hefði hann ekki getað verið
öllu ægilegri ásýndum. Hann
stóð þarna riðandi á fótunum
og muldraði í barm sér: „Fjár-
ans hörmulegur afmælisdagur
þetta.“ Við komumst að því
seinna, að einmitt á þessum degi
var Decker 36 ára gamall.
„Geturðu ekki eitthvað hjálp-
að þessum stúlkum, Margaret?“
Þessi hvatskeitlega spurning
frá McCollom vakti mig af dval-
anum, sem hafði gagntekið mig.
Sti'ilkurnar lágu hlið við hlið.
Mér duldist ekki, að Eleanor
Hanna. var dauðvona. Lára
Besley var hinsvegar ósærð að
sjá, en hafði misst alla stjórn á
sér.
Eldurinn magnaðist óðfluga,
svo að við urðum að fljf ja okk-
ur Iengra burt í skyndi.
McCoIlom tók Eleanor í fang