Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 44
42
TJRVAL
Svartir hausar sáust nú
teygja sig fram milli trjánna.
Við brostum. Við brostum upp
á líf og dauða. Við réttum fram
gjafir okkar og biðum svo á-
tekta.
ETTA voru um það bil 100
manns, og báru þeir allir
stórar steinaxir um öxl. Höfð-
ingi þeirra gekk fyrir þeim.
Brosið steingerðist á vörrnn
okkar. Innan skamms höfðu
þeir skipað sér í hring umhverf-
is okkur, í svo sem fimm metra
fjarðlægð. Höfðinginn masaði
án afláts nokkra stund, en varð
svo snögglega að einu gleiðu
brosi, sem táknaði hvorttveggja
í senn: lífgjöf og vináttu.
Höfðinginn gekk því næst til
McColloms og rétti honum
höndina. McCollom þrýsti hana
fast og lengi og fannst bjargi
af sér létt. Þessir tveir ólíku
menn skildu hvorn annan, surt-
ur, sem hafði aldrei fyrr augum
litið hvítan mann, og hvítingur,
sem hafði ekki áður staðið aug-
liti til auglits við villimann.
Brosið hafði brúað djúpið.
„Komdu blessaður — Gaman
að sjá þig,“ endurtók McCollom
í sífellu. „Má ég kynna fyrir
þér Hastings undirforingja og
Decker liðþjálfa."
Okkur varð brátt ljóst, að
dalbúar voru enn hræddari við
okkur en við nokkurntíma vor-
um við þá! Þeir voru ekki nánd-
ar nærri tveir metrar á hæð,
heldur fremur smávaxnir, og
þeir litu alls ekki mjög grimmd-
arlega út. Búnaður þeirra var
gjörð um mittið, sern á héngu
grasræmur að framan, en gríð-
arstórt trjáblað að aftan. All-
ir, að höfðingjanum undan-
skildum, bundu hár sitt með
sverum þvengjum, sem löfðu
aftur á bakið. I þvengi þessa
festu þeir öllu lauslegu, sem
þeir þurftu að hafa meðferðis,
jafnvel tóbaki, en tóbakið þeirra
var skorpin blöð, sem þeir
vöðluðu saman í stutta, græna
vindla.
Höfðinginn, sem McCollom
kallaði Pétur, og fylgismenn
hans höfðu þá stærstu fætur, er
við höfðum séð um dagana.
Sumir þeirra smurðu líkama
sinn með svartri og daunmikilli
feiti, svo að þeir sýndust ennþá
svartari!
Nú tókum við að ota að þeim
gjöfunum. Ég mundi eftir púð-
urdósinni minni og fékk þeim
hana. Þeir urðu ofsakátir,,