Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 89
SOKKALEITIN
87
landi sínu yrði borgið, ef fleiri
ungir menn úr yfirstéttinni
vöknuðu til meðvitundar um
köllun sína og skyldur. Það
undraði mig mest, að jafn ungur
maður gæti verið svo íhaldssam-
ur.
Ég spurði næst um skólakerf-
ið enska, en Churchill var víst
búinn að fá nóg af yfirheyrslu-
unum. „Langar yður ekki í dá-
litla hressingu?" spurði hann,
og var röddin allt önnur en á
meðan hann las reiðilesturinn
yfir þeim Hoover og MacDon-
ald.
Mér féll allur ketill í eld. Ég
gat varið það fyrir ömmu minni
og samvizku minni að eiga
blaðaviðtal við ókunnugan
mann, en öðru máli gegndi um
það að drekka með honum vín
á gistihússherbergi hans. Á
bannárunum þótt djarft af
skólafólki á mínu reki að drekka
vín, hvernig sem á stóð. En
Churehill beið ekki boðanna og
tók upp úr tösku sinni flösku,
sem hann fullvissaði mig um, að
hefði inni að halda ósvikið
whisky frá Skotlandi.
Ég hafði ekkert vit á víni.
Ég hafði aldrei bragðað á neinu
áfengu, nema „landa“, sem
gekk undir nafninu „New
Straitsville," af því að hann var
bruggaður 1 tómum námugöng-
um í bænum „New Straitsville“
í Ohio. Hann hafði brennt mig
alla að innan og gert mér óglatt.
En vínið, sem Churchill hafði
að bjóða, var milt og gott og
áhrifin þægileg.
Við gleymdum brátt alvöru
lífsins. Ég spurði hann, hvort
honum þætti gaman að tala um
„Örlög heimsveldis.“ Iiann kvað
nei við því, hann hataði Ame-
ríku og hlakkaði til þess að
koma heim aftur. Seinna stakk
hann upp á því að við fengium
okkur matarbita. „Heyrið mig,“
sagði hann, „eigum við ekki að
fá okkur eitthvað í svanginn?“
Þetta voru hans óbreyttu orð.
„Allt í lagi,“ sagði ég. „En
leyfið mér að panta. Þjónarnir
skilja yður ekki. Þér talið svo
ankannalega."
Churchill var á öðru máli.
Hann sagði að ég hefði rangan
framburð.
„Þið talið í gegn um nefið,“
sagði hann réttilega, „og látið
öll err-in heyrast. Það á ekki að
gera.“
„Það er nú ykkar skoðun,“
sagði ég, og var orðið heitt í
hamsi. „Þið linkutúlar.“
Nú var honum skemmt..