Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
eru þrjú eða fjögur svona hús,
og dvelja þar fimmtíu til sex-
tíu manns.
I bardaga og til veiða nota
Motilon Indíánarnir sex feta
langa boga úr svörtum pálma-
viði, einum harðasta viði, sem
til er. Þeir halda boganum milli
stóru tánna, en toga í strenginn
með báðum höndum. örvarnar
fljúga með feikilegum hraða og
einstakri nákvæmni.
Talið er að örvarnar fari
hæglega í gegn um manns-
líkama, þó þeim sé skotið af 65
metra færi. Á Indíánunum
standa stóru tærnar næstum
lóðrétt niður vegna þess,
hvernig þeir beita þeim við
bogann, og þess vegna er auð-
velt að rekja slóð þeirra.
Það er ekki aðeins að Motilon
Indíánarnir séu hæfnir, heldur
eru örvar þeirra oft settar gödd-
um, og er því mjög hættulegt að
verða fyrir þeim. Standard Oil
félagið átti eitt sinn landsvæði
í Santa Ana, en varð að hverfa
þaðan vegna yfirgangs Indíán-
anna. Meðal annars drápu þeir
verkamann í þjónustu félags-
ins, og var hann þó 130 metra
innan girðingar, sem hlaðin var
sterkum rafmagnsstraum.
Motilon Indíánarnir eru ekki
mannætur þó það orð liggi á
þeim. I sorphaugum þeirra hafa
fimdist beinagrindur, sem líkj-
ast beinagrindum úr mönnum,
en munu raunar vera úr mann-
öpum.
Þeir eru þjófar en þó ekki
ræningjar, og taka þá hluti,
sem þeir þarfnast, einkum salt,
hnífa og axir. Þeir líta ekki við
niðursoðnum matvælum, byss-
um né neinu því, sem þeir kunna
ekki skil á. Verklega þekkingu
hafa þeir enga og höggva tii
dæmis upp dósir í stað þess ein-
faldlega að opna lokið.
Eitt sinn var starfsmaður
Standard Oil félagsins á ferð
nálægt löndum Motilon Indíán-
anna, og hafði meðferðis tösku
með tíu þúsund dollurum. Hann
lagði töskuna frá sér á meðan
hann hugði að öðrum farangri
sínum, en þegar hann kom aft-
ur, var taskan horfin. Pening-
ana fann hann þó alla. Indíán-
arnir tóku töskuna, sem þeir
höfðu not fyrir, en skildu eftir
peningana, sem voru þeim
einskis nýtir.
Motilon Indíánarnir ráðast
aldrei á menn, sem bera skot-
vopn. Þeir fylgjast með öllum
athöfnum hvítra manna mán-
uðum saman, en vega ekki að