Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 68
66
CTRVAL
heilabörkinn af slysförum eða
í styrjöld.
Varð hann þess var, að í næst-
um því öllum tilfellum, sem
framheilinn hafði skaðast, hafði
það í för með sér undraverðar
breytingar í lundarfari viðkom-
andi sjúklings, og oftast til hins
betra.
Af rannsóknum sínum á
skemmdum, sem orðið höfðu á
taugum þeim, er tengja fram-
heilabörkinn við sjónarhólinn
(thalamus), sem eru neðanvert
í heilanum, dró prófessor Moniz
þá ályktun, að hægt væri að
hafa áhrif á eða jafnvel taka
þessar áhyggjustöðvar alveg
úr sambandi við sjónarhólinn,
en það er álitið að þeir stjórni
vissum tilfinningum og ósjálf-
ráðum fyrirbærum í heilanum.
Uppskurðir voru fyrst fram-
kvæmdir á dýrum.
Það féll 1 hlut tveggja lækna
í Bristol að verða fyrstir til
þess að hagnýta þessa kenningu
í Englandi. Þeir gerðu uppskurð
á manni, sem árum saman hafði
kvalizt af þunglyndi á hæsta
stigi, og tókst með því að
gjörbreyta lífi hans til betri
vegar.
Læknar þessir voru dr. Ro-
bert Edward Hempill yfirlækn-
ir á geðveikraspítala í Bristol
og dr. Wilfred Willwan sérfræð-
ingur í heilasjúkdómum. Nutu
þeir aðstaðar tékknesks kirtla-
sérfræðings dr. Max Reiss,
flóttamanns, sem vann við
taugarannsóknastofnun í Brist-
ol.
Sjúklingurinn, sem var
Bristolbúi, hafði verið heil-
brigður til tuttugu og tveggja
ára aldurs. Hann var hár og
myndarlegur, hafði lifað ham-
ingjusömu lífi og haft mikinn
áhuga á íþróttum. Hann tók
einnig virkan þátt í félagslífi og
var ágætur starfsmaður. En
eftir að liann missti atvinnuna
og ýmsir erfiðleikar urðu á
vegi hans, fyrir um 16 árum,
greip hann ákaft þunglyndi.
Hann fór að hafa áhyggju af
öllum hugsanlegum hlutum.
Jafnvel eftir að hann fékk at-
vinnu aftur, tókst honum ekki
að halda henni, vegna sífelldra
áhyggja af því, að hann gæti
ekki staðið í stöðu sinni. Hann
fékk þá hugmynd, að sum líf-
færi hans væru ekki á réttum
stað, hann hætti að borða reglu-
lega og lagði því óðum af. Öll
hans áhugamál hurfu og hann
tók upp á ýmsum undarlegum
siðvenjum, svo sem að láta