Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 128
126
TJRVAL
stryknini í lyfjakassanum. Ég
gleypti þrefaldan skammt og
drakk þar á ofan þrjá bolla af
lútsterku tei. Ég varð skrítinn
í kollinum, en líkamsþrekið óx.
Ég klifraði nú upp stigann,
og kveikti á blysi. Þegar það dó
út, færðist geisli frá leitarljósi
upp og niður úti við sjóndeild-
arhring. Þetta gat verið ein
missýnin enn. Ég settist, og
horfði ákveðinn í gagnstæða
átt. Þegar ég leit aftur í norð-
ur, hreyfðist ljósgeislinn enn
upp og niður.
Á einu dásamlegu augnabliki
hvarf öll örvæntingin og allur
kvíðinn, sem hafði þjakað mig
mánuðina júní og júlí, og mér
fannst sem ég væri að fæðast
á ný. Þegar ég hafði tendrað
næst síðasta blysið mitt, fór ég
niður í kofann til þess að hita
nokkrar dósir af súpu handa
gestunum mínum.
Þegar ég kom út aftur, sá ég
móta fyrir dráttarvélinni. Ég
kveikti í síðustu benzínbrúsun-
um og á síðasta blysinu, til þess
að fagna komumönnum. Eld-
arnir voru að deyja, þegar drátt-
arvélin staðnæmdist og þrír
menn stukku út úr henni. Ég
treysti mér ekki til að ganga
til móts við þá. Ég man að ég
tók í hendur þeirra, og menn-
imir halda því fram, að ég hafi
sagt: „Sælir, piltar. Komið þið
niður. Ég hefi skál af heitri
súpu handa ykkur.“ Ef þetta
er rétt, þá get ég aðeins sagt,
að þetta var ekki neinn yfir-
drepsskapur hjá mér. Sannleik-
urinn er sá, að ég átti engin
orð til að lýsa því, er mér bjó
í brjósti. Ennfremur er mér
sagt, að ég hafi fallið í ómeg-
inn, þegar komið var niður
stigann, en ég hefi aðeins óljósa
hugmynd um þetta allt.
npVEIR mánuðir liðu áður en
ég varð fær um að ferðast
til Litlu Ameríku. Þetta voru
skemmtilegir mánuðir, enda
þótt það væri þröngt um okkur,
þar sem við vorum fjórir í kof-
anum. Ég var lengi að ná mér,
en myrkrið hvarf úr hjarta
mínu, alveg eins og það hvarf
brátt af jöklinum, þegar sólar-
ljósið flæddi yfir hann.
Hluti af mér verður að eilífu
um kyrrt á 80° 08' suðurbreidd-
ar: Það, sem eftir lifði af æsku
minni, hégómagirnd, ef til vill,
og efagirni. Á hinn bóginn
hafði ég á brott með mér þaðan
dálítið, sem ég hafði ekki átt
áður: Það, að kunna að meta