Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 120
118
ÚRVALi
myndu leiðangursmenn í Litlu
Ameríku reyna að koma mér til
hjálpar, ef ekkert heyrðist frá
mér.
Tíminn var hræðilega sein-
gengur fyrstu vikurnar í júní.
Ég gat ekki lesið vegna þrauta
í augunum. Kraftinn, sem fór
í að draga upp grammófóninn,
varð ég að spara til lífsnauðsyn-
legra starfa. Erfiðast þótti mér
að þola hið stöðuga rökkur. Ég
þráði ljós, en benzínlampinn
gaf ekki aðeins frá sér eiturloft,
heldur varð líka að „pumpa“
hann, og þá áreynslu þorði ég
ekki að leggja á mig.
Svo réðst hinn ósýnilegi óvin-
ur aftur á mig hinn 17. júní.
Þegar ég setti vélina í gang,
gekk hún svo slælega, að ég fór
að athuga blöndungshanann.
Vélin var komin í gott lag, þeg-
ar ég fékk snögglega aðsvif
og hneig niður á hnén. Ég
stöðvaði vélina og skreið í fleti
mitt, alveg jafn sjúkur og ég
hafði verið fyrstu fjóra daga
mánaðarins. Mér kom varla dúr
á auga þessa nótt. Ég hafði ekki
viðþol fyrir kvölum og var með
æðisgenginn hjartslátt.
Ég ætla ekki að lýsa því,
hvernig líðan mín var næstu
daga. Mér tókst að sinna athug-
unum mínum innanhúss, en mér
virtust þessi skyldustörf ekki
koma veruleikanum neitt við.
Meðan einn hluti persónu mirrn-
ar var að reyna að inna störfin
af hendi, horfði annar hluti
hennar á mig úr fletinu. Þú get-
ur ekki haldið þessu áfram,
sagði einhver nöldrandi rödd
hið innra með mér. Það er van-
inn, sem heldur áfram, ekki þú
sjálfur. Þú ert búinn að vera.
En 28. júní fékk ég góðar
fréttir frá Litlu Ameríku. Dr.
Poulter, einn af vísindamönnum
leiðangursins, stakk upp á því,
að koma til veðurstöðvarinnar
með flokk manna, til þess að
athuga loftsteinadembu, sem
væntanleg var snemma í ágúst.
Ég gat varla trúað orðunum,
sem glumdu í hlustunartækjun-
um. Svo spurði Poulter: „Jæja,
hvernig lízt þér á þessa fyrir-
ætlun?“
Ég var ekki vissi í,
hverju ég ætti að svara. Aðeins
einu sinni áður — það var í leið-
angri Scotts — höfðu menn lagt.
upp í langferð í myrkri heims-
skautsnæturinnar. Þó að allt
gengi vel, hlaut það að verða
ákaflega erfitt að ferðast frá
Litlu Ameríku til veðurathug-
anastöðvarinnar. Engu mátti