Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 101
LÆKNING Á „MIGRENE'
99
ekki þolað kvalir þær, er af
faonum leiddu, tóku að lokum
þann kost að fyrirfara sér.
Aðrir hafa orðið geðbilaðir.
Heilar fjölskyldur hafa þjáðst
af honum, og virðist sem hann
sé ættgengur. Oft er ofnæmi
fyrir einhverri fæðu einkenn-
andi fyrir sjúkdóminn. Milli
þess er köstin koma, er ekki um
nein merki hans að ræða, en
hvert kast sendir boð á undan
sér. Menn sljóvgast á sjón,
faeym og lykt eða þjást af al-
mennri vanlíðan. Flestar konur
fá ekki köst meðan á meðgöngu-
tírna stendur.
Læknarnir Butler og Thomas
komust fyrst á rétta leið með
þessa nýju aðferð, eftir að hafa
lesið tvær greinar, sem birtust
báðar um svipað leyti. Fjallaði
önnur greinin um samanburð á
migrene og eyrnarsjúkdómi ein-
um, sem kenndur er við franska
iæknirinn Méniére og orsak-
ast af sjúklegum breytingum í
innra eyranu, veldur hann
svimaköstum og oftast að lok-
um heymarleysi. Hin greinin
gat hins vegar um ráð, sem
gefist hafði vel við lækningu á
þessum Méniére-sjukdómi, en
það var að sprauta lyfinu
,,histamine,“ sem unnið er úr
aminosýrum, í æð.
Með hliðsjón af þessinn tveim
greinum, fannst læknunum ráð-
legt að reyna þessa aðferð við
migrene. Þeir völdu sér 34 sjúk-
linga, sem allir fengu reglu-
bundin köst, og meiri hluti
þeirra fengu þau mjög slæm.
Aldur þessa fólks var frá 32 til
63 ára, og hafði sumt þjáðst af
höfuðverk í 48 ár. Stóðu köstin
yfir að jafnaði 19 tíma og komu
með 17 daga millibili.
Skammturinn, sem þeir not-
uðu, var 1 mg. af histamini í
2,75 mg. af histaminsúru fos-
fati þynnt með saltri upplausn.
Þessu var dælt mjög hægt í
æð, fyrst fimm dropum á mín-
útu og svo aukið, þegar sjúk-
lingurinn fékk auldð viðþol.
Athuguð voru nákvæmlega
ýmis einkenni, sem fram komu
á meðan, svo sem hjartsláttur,
brjóstsviði og roði.
1 hvern sjúkling var dælt 3—
4 sinnum með eins dags bili á
milli. Niðurstöður urðu á þessa
leið: Þrír sjúklinganna fengu
enga bót. Sjö sjúklingum batn-
aði, hvað sársauka, tíðleika eða
lengd kastanna snerti, og 24
urðu algerlega heilbrigðir. Hafa
þeir allir verið athugaðir í