Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 112
110
tJRVAL
ur í hjarnið með þriggja skrefa
millibili á um 100 metra vega-
lengd. En dag nokkurn í dimmu
veðri, gekk ég út fyrir síðustu
bambusstöngina í hálfgerðri
leiðslu. Þegar ég sneri við, sá
ég ekkert nema snjóbreiðuna,
og mér brá ákaflega, þegar mér
varð Ijóst, að ég hafði ekki hug-
mynd um, hve langt ég hefði
gengið eða í hvaða átt. Ég lýsti
í allar áttir með vasaljósi mínu,
en engin spor höfðu markast í
harðfennið. Þetta var ekki á-
rennilegt. Fyrst datt mér í hug
að hlaupa, en ég stillti mig og
tók að athuga málið.
Ég rispaði ör í fönnina, til
þess að ákveða áttina, sem ég
hafði komið úr, en það var eina
staðreyndin, sem mér var kunn-
ugt um. Þvínæst bjó ég til dá-
litla vörðu úr snjó. Ég miðaði
svo örina við tvær stjörnur og
gekk eftir stefnunni hundrað
skref og nam þar staðar. Ég
lýsti með vasaljósinu umhverf-
is, en sá ekkert nema snjóbreið-
una.
Þar sem ég þorði ekki að fara
lengra, af ótta við að missa
sjónar á vörðunni, gekk ég til
baka sömu leið. Næst stefndi ég
30° til vinstri, en það fór á
sömu leið. Ég sá ekkert.
Nú er þér dauöinn vís, sagði
ég við sjálfan mig. Ég sá, að ég
yrði að ganga lengra frá vörð-
unni, en þá gat farið svo, að ég
fyndi hana ekki aftur. En það
var ekki um annað að velja;
annars myndi ég frjósa í hel þar
sem ég var kominn. Ég ákvað
því að ganga 30 skref í viðbót
í sömu átt, eftir að ég hafði bú-
ið til svolitla snjóhrúgu á 100
skrefa markinu. Þegar ég hafði
gengið 29 skref, sá ég bambus-
stöng, tæp 30 skref í burtu.
Enginn skipsbrotsmaður, sem
eygir segl í fjarska, getur orð-
ið fegnari en ég varð.
l^YRSTU dagar maímánaðar
voru dásamlegir. Það var
nærri því logn. Kuldinn færðist
norður frá pólnum, og gegnt
tunglinu á kolsvörtum himnin-
um, skein ljósið frá hinni
horfnu sól eins og bál. Það var
alger kyrrð á jöklinum. Ég
hefi aldrei vitað slíka kyrrð.
Einvera er vel fallin til rann-
sókna og athugana á því, að
hve miklu leyti hátterni okkar
og venjur er háð öðrum mönn-
um. Ég var búinn að týna nið-
ur öllum borðsiðum. Ég át með
fingrunum úr niðursuðudósum,
sitjandi eða standandi.