Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 60
58
tTKVAL
hreyfla er hægt að nota í öllum
stærðum flugvéla. Flutninga-
flugvélar munu fljúga í gufu-
hvolfinu með meira en hraða
hljóðsins. Ef óskað er eftir
meiri hraða, geta þær hækkað
flugið upp í háloftin með aðstoð
eldflaugna. Fyrir utan gufu-
hvolfið munu menn geta flogið
meira en 160.000 km. á klukku-
stundu.
Getur mannslíkaminn þolað
þennan feiknarlega hraða? Sjá-
um nú til, yfirborð jarðarinnar
með öllu, sem á því er, hreyfist
meir en 1500 km. á klukkustundu
allan sólarhringinn. Ennfrem-
ur þeytist allt sólkerfið gegnum
geiminn með 800.000 km. hraða
á klukkustundu. Vísindamenn
fullyrða, að menn geti líkamans
vegna flogið, hversu hratt sem
vera skal.
Þessi nýja samgangnaöld
veldur því, að við verðum að
endurskoða allar hugmyndir
okkar um fjarðlægð og tíma.
Borgir Evrópu og Asíu verða
bráðlega aðeins fárra klukku-
stunda ferð frá Chicago. Heim-
urinn verður miklu frekar en
áður ein heild. Ferðalög í farar-
tækjum svo sem bílum, járn-
brautarlestum og flugvélum,
sem öll munu hafa þrýstilofts-
hreyfla, verða ódýr, fljót og
jafnvel skemmtilegri en núna.
Margt, fólk, sem á bíla núna,
mun vilja fá sér Helicopter-flug-
vélar áður en tíu ár eru liðin
(Helicopter-flugvélar hafa loft-
skrúfuna á stöng fyrir ofan sig
og geta hafið sig beint upp í
loftið, flogið í hvaða átt sem er
og því næst setzt aftur á lítinn
blett).
Þessar Helicopter-flugvélar
munu líka hafa þrýstilofts-
hreyfla. Ég held, að þessar
flugvélar verði öruggasta, ein-
faldasta, skemmtilegasta og
þægilegasta farartækið, sem
nokkurn tíma hefir verið fundið
upp.
Við höfum smíðað lyklana að
himingeimnum. Okkur blöskrar
sú tilhugsun að fljúga fyrir utan
gufuhvolfið, samt mun það
verða gert. Við getum verið
viss um, að við munum varpa
ljósi á enn þá einn hluta hins
ókunna heims.
CNO^OÖ