Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 57
LOFTKNÚNU FLUGVÚLARNAR
55
ins innan á kúluna. Gasið þrýst-
ir jafnt í allar áttir, og þrýst-
ingurinn jafnast upp, nema sá
þrýstingur, er ýtir á þann
blett kúlunnar, sem er opinn,
þar er þrýstingurinn jákvæður.
En á hinn bóginn, þar sem gasið
kemur út, er þrýstingurinn eng-
inn. Afleiðingin er sú, að kúlan
ýtist í átt jákvæða þrýstingsins,
þá áttina, sem opið veit frá.
Takið eftir, að hreyfing kúl-
unnar er ekki afleiðing af því,
að heitt gasið ýti á loftið, eins
og flestir halda. Það, sem er
utan kúlunnar, skiptir engu
máli. Það er alveg sama, hvort
hún er í lofti, vatni eða loft-
tómu rúmi.
Til eru þrjár aðferðir til að
hagnýta þrýstiloftsorkuna í
því skyni að knýja áfram flug-
vélar. Einfaldasta og, að því er
virðist, hin bezta er að nota eld-
fiaugar (rakettur), því að þær
þarfnast ekki utanaðkomandi
lofts til að halda brennslunni
við. Þetta er sú aðferð, sern mun
að lokum gera okkur kleift að
fljúga út fyrir gufuhvolf jarðar-
innar. Eldflaugar-hreyfillinn er
einfaldur. í einurn geymi er haft
ildi, venjulega fljótandi, og það
er leitt beint inn í brennsluhylk-
ið. Eldsneytið, oftast vínandi
eða benzín, er haft í öðrum
geymum.
Eldflaugar-hreyflar hafa
þegar verið notaðir með góðum
árangri í þýzku flugsprengjun-
um V-2. Þetta hugvitsamlega
eyðileggingartæki gat flogið
með hraða, sem nam meira en
4000 km. á klukkustund að með-
altali, og komizt upp í 100 km.
hæð. Fólkið í Englandi veit, að
þetta er engin ímyndun.
Önnur gerð þrýstiloftshreyfla
er frábrugðin eldflaugar-hreyfl-
um að því leyti, að þeir þurfa
að sjúga í sig loft og blanda því
við eldsneytið til að halda
brennslunni við. Hreyflarnir,
sem félagið General Electric
smíðar í Lockheed-flugvélarnar
P-80, eru öflugustu flugvéla-
hreyflar, sem nokkurn tíma
hafa verið smíðaðir. Þótt ekki
sé hægt að nota þá utan gufu-
hvolfsins, komast flugvélar, sem
þeir eru í, miklu hærra en flug-
vélar, er ganga fyrir venjuleg-
um hreyflum.
Loftið sogast inn í þessar
flugvélar að framan, þar er því
þjappað saman og leitt inn í
brennsluhylkið, þar sem það
blandast eldsneyti, er spýtist
inn með miklum þrýstingi. Af-
leiðingin er samfelld sprenging,