Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 117
ALEINN
115
það. Ég var svo skjálfhentur,
að það slettist á mig allan. Svo
seldi ég öllu upp, sem ég hafði
drukkið. Ég skreiddist upp á
bekkinn til þess að hvíla mig,
því að mér lá við yfirliði.
Ég hafði oft mætt dauðanum
augliti til auglits á flugferðum
mímnn. En þar skeður allt með
miklum hraða. Maður tekur
ákvörðun og afleiðingarnar
koma í Ijós á svipstundu. Og
þegar hinn ósýnilegi farþegi
sezt 1 farþegasætið, verður mað-
ur hans ekki mikið var, vegna
þess að þar er svo margt sem
glepur hugann. Nú sat dauðinn
andspænis mér í dimmu her-
fcergi, öruggur í fullvissu þess,
að hann yrði mér þaulsætnari.
Mikill ótti náði tökum á mér.
Ég óttaðist hvorki þjáningar né
da.uða, en ég var ákaflega kvíð-
inn vegna aðstandenda minna,
ef svo færi, að mér yrði ekki
afturkvæmt. Það var regin-
heimska af mér að vera einn í
þessari veðurathuganastöð. Öll
ævi mín leið fram hjá hugskots-
sjónum mínum þessar kvala-
fullu stundir. Mér varð Ijóst, að
4g hafði ekki lagt rétt mat á
hlutina, og mér hafði ekki skil-
izt, að hin einföldu og látlausu
gæði lífsins eru þýðingarmest.
Þegar allt kemur til alls, er það
aðeins tvennt, sem er einhvers
virði fyrir mann: ástúð og
skilningur þeirra, sem maður
ann. —
Hið eina, sem ég átti ógert
var að skrif a bréf til konu minn-
ar. Pappír og blýantur var á
hillu rétt hjá, en þegar ég ætlaði
að teygja mig þangað, var hand-
leggurinn fastur; treyjuerminn
hafði frosið niður vegna vatns-
ins, sem slettist á mig, þegar
ég var að drekka. Ég reif hana
lausa. Ákafinn í að skrifa jók
þrek mitt. En ég gat ekki skrif-
að uppréttur. Þegar ég reyndi
það hneig höfuð mittniður. Þeg-
ar ég hafði lokið bréfinu,
hvíldi ég mig lengi og skrif-
aði síðan móður minni, börnum
mínum og leiðangursmönnun-
í Litlu Ameríku nokkrar línur.
Ég batt spotta utan um bréfin
og hengdi þau á naglann, sem
Ijóskerið hékk á.
Annar júní var raunalegt
framhald dagsins á undan. Ég
fór mér hægt að öllu og sparaði
kraftana sem mér var unnt,
skreið í stað þess að ganga og
hvíldi mig lengi eftir hverja
áreynslu. Ég fór þrjár ferðir
fram í göngin eftir eldsneyti. Ég
sótti það í tinkrús, af því að