Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 106
101
TJRVALi
hvað hafði orðið honuxn að fjör-
tjóni.
Eitt sinn var þriggja ára
Matilon drengur tekinnhöndum.
Hann neitaði mat, drykk og allri
umönnun.
Þegar einhver kom inn til
hans, urraði hann eins og óarga-
dýr og ranghvolfdi augunum.
Nokkrum dögum síðar beit hann
í sundur slagæð og blæddi hon-
um þannig út.
Betur tókst með annan
dreng, sem handsamaður var
fyrir fáum árum. Martin er
sterkur og laglegur drengur.
Hann talar ensku og berst á í
klæðaburði.
Hann nota arxlabönd,en verð-
ur hinn versti ef honum er ætl-
að að nota belti í þeirra stað.
Honum kippir í kynið að þessu
leyti, því að kynflokkur hans
hefir ímigust á öllu, sem líkist
böndum.
Hann var mjög ungur þegar
hann var tekinn til fanga og
hefir alveg gleymt máli sínu.
Það er þess vegna ekki hægt að
nota hann til þess að koma boð-
um yfir til kynflokks síns.
Landnemar í Perija héruðun-
um hafa farið þess mjög ein-
dregið á leit að Indíánarnir
verði hraktir burt úr hinum
frjósömu héruðum. Indíánarnir
hafa færst mjög í aukana und-
anfarin ár og margir bændur
hafa fallið fyrir skeytum þeirra.
Plættan er mest við árnar, sem
falla um héraðið, því að þang-
að fara Indíánarnir til þess að
safna eggjum og feiti.
En stjórnirnar í Venezuela
hafa látið undir höfuð leggjast
að láta til skarar skríða.
Það virðist óhugsandi að
samkomulag náist. Sumir halda
því fram að réttast væri að gera
loftárásir á Indíánana og ger-
eyða þeim með eiturgasi,
sprengjurn og öðrum nútíma
drápstækjum. Aðrir eru hins
vegar þeirrar skoðunar að Indí-
ánarnir eigi sama rétt til lífs-
ins og landa sinna sem aðrir
menn, svo og rétt til þess að
verja fjör og eignir með hverj-
um þeim ráðum,sem þeir kunna.
Fram til þessa hefir þeim tek-
ist að hrinda öllum árásum af
höndum sér.
-O-