Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 94
92
tTRVAL
biðja yöur afsökunar á þessu
masi í mér, en þér eruð fyrsti
hvíti maðurinn, sem ég hefi
talað við í sjö mánuði.“
Ég hefi sennilega orðið undr-
andi á svipinn.
„Eftir þrjátíu og fimm mín-
útur,“ sagði hann til skýringar,
„nemur lestin staðar — ekki
vegna þess, að þar sé stöð, hún
er engin, heldur vegna þess, að
þar fer ég af. Þar bíður mín
bifreið, og ég ek tuttugu mílur
eftir svokölluðum vegi að
fenjasvæði einu inni í miðjurn
frmnskóginum. Þar á ég tin-
námu og gúmrníekrur, og enn-
fremur íbúðarhús með sextán
herbergjum þar sem ég hefi bú-
ið í fjörutíu ár — aleinn,að und-
an skildum þjónum. Þeir eru
allir Kínverjar, og verkamenn-
irnir líka.“
„Það hlýtur að vera talsvert
þreytandi,“ sagði ég.
„í fyrstu var það ekki, eða á
meðan ég var ungur og öllu
ókunnugur. Þá ók ég venjulega
einu sinni á mánuði til Singa-
pore.
Einu sinni lagði ég af stað
heimleiðis, en lagðist í lungna-
bólgu í Gíbraltar. Tveir læknar
sögðu mér, að ég mætti aldrei
reyna það aftur; ég er heldur
blóðlítill og gegnsýktur af
malaríu.
Brezkur læknir í Singapore
bamiaði mér að fara norðar en
til Hong Kong. Ég fór þangað
tvisvar sinnum, en þar voru
aðeins ferðamenn og unglingar
frá London, sem bersýnilega
álitu mig hálfgeggjaðan. Það
getur vel verið að ég sé það.
Kvöld eftir kvöld sit ég aleinn
í þessu stóra húsi, þar til mér
finnst ég vera að missa vitið.
Þá fer ég að lesa, eða hlusta á
eitthvert kjaftæði í útvarpinu.
Áð lokum sendi ég eftir hinmn.
fávísa „fyrsta þjóni“ mínum,
og tala við hann þangað til hann
ætlar að missa vitið.
En hvað er ég annars að
þvaðra,“ greip hann fram í fyrir
sjálfum sér. „Ég býst við, að
yður þyki einkennilegt, hve
mikið ég nota af amerískum
orðum. Þau læri ég í tímaritun-
um ykkar, en nú er ég hættur
því. Ég er hættur að fara til
Kwala-Lumpur. Að hvað gagni
kæmi það? Heima get ég að
minnsta kosti talað við þjóninn.
Hann er nœstum vinur minn.
Ég hefi námurnar til að hugsa
um, einnig gúmmíekrurnar mín-
ar, og eignir mínar í London og
New York. Einhvemtíma reyni