Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 31
Ustfræðingitr skýrir, hvernig tizka og kkeða-
burður endurspeglar félagslega menningu
þjóðanna á ýmsum tímum.
Saga tízkunnar.
Grein úr „Pilot Papers“,
eftir James Lover.
EGAR homo sapiens (hinn
vitiborni maður) kom fyrst
fram á sjónarsviðið, var hann
nakinn; maðurinn í hinum tækni
þroskaða framtíðarheimi sam-
eignarstefnunnar mun sennilega
ekkiþekkja til stéttagreiningar.
Milli þessara tveggja endimarka
liggur saga tízkunnar, en í henni
hefir stéttagreiningin leikið mik-
ilvægt hlutverk. Frá því í árdaga
hefir verið gerður greinarmun-
ur á nytjaklæðnaði og skart-
klæðum, vinnufötum og spari-
búningi; það má segja að stétta-
greiningin hefjist, þegar einn
hópur manna fer að ganga prúð-
búinn að staðaldri og annar
hópur manna klæðist vinnuföt-
um að staðaldri.
En hvers vegna fór maðurinn
að klæðast fötum yfirleitt?
Gamla skýringin, sem geymst
hefir í helgum ritum fram á
vora daga, var á þá leið, að
maðurinn hefði allt í einu glat-
að sakleysi sínu, að maður og
kona hefðu allt í einu farið að
horfa hvort á annað og „þau
urðu þess vör, að þau voru nak-
in.“ Hér er sýnilega verið að
laga til staðreynd, sem þegar
var fyrir hendi. Menn urðu þess
ekki „varir, að þeir voru nakt-
ir,“ fyrr en það var orðin svo
rik venja að klæðast fötum, að
nekt var orðin sjaldgæf undan-
tekning og búin að fá kynferð-
islega þýðingu, sem hún hafði
ekki áður.
Nytjálögmálid færir fram aðra
,,augljósa“ skýringu: að menn
hafi farið að klæðast fötum í
varnarskyni gegn óheppilegu
veðurfari, sérstaklega kulda. En
þegar frummaðurinn bjóst til
varnar gegn veðrinu, reyndi
hann ekki fyrst og fremst að
skýla sér með fötum, heldur
húsi. Jafnvel enn þann dag í dag
fer Eskimóinn úr hverri spjör,
þegar hann kemur inn í snjóhús