Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 17
TVÖ HLUTVERK
15
stakk er ímyndunarafli áhorf-
endanna er skorinn. En að öðru
leyti var mér ógerlegt að breyta
í nokkru þessum lækni; þrátt
fyrir ítrekuð tilmæli tókst mér
ekki einu sinni að svipta hann
nærsýnisgleraugunum og ljósa
hárinu. Hann varð að vera eins
og ég hafði séð hann þegar í
upphafi. Þessari dulvituðu að-
ferð við að skapa persónu á
leiksviði fylgir eitthvert draum-
kennt ósjálfræði. Það er eins
og maður fylgi einhverjum
framandi, æðri vilja, og það er
raunverulega fögur tilfinning.
Á hámarksstundmn leiksins
hnýtir samspilið óleysanleg
bönd.
Þegar „Nu er det Morgen —“
hafði verið sýnt 50 sinnum, og
ég var spurður, hvort ég vildi
leika lækninn sem gestur með
öðrum leikurum, neitaði ég því.
Hvemig átti ég að geta lifað lífi
Hilmer Ruhne með annari Helgu
en Önnu Borg? Allt byggðist
raunvemlega á henni. Frá hin-
um lýsandi, kvenlega hreinleik
hennar, í gegnum hina þögulu,
átakanlegu sorg hennar geisl-
aði einhver vermandi ylur, sem
breiddi sefandi mildi yfir hina
taumlausu, ofurmannlegu og
miskunnarlausu sannleiksleit,
sem gengur eins og rauður
þráður í gegnum leikritið.
Annað dæmi um ferðalag
eftir hinum torfarnari vegi leik-
arans má kannski fá með því að
fylgjast með mér í leit minni að
Daníel Hegra í „De Unges For-
bund“, eftir Ibsen, sem ég lék
í Konunglega leikhúsinu í októ-
ber 1923. Jóhannes Poulsen var
leikstjóri. Ég var að vísu kunn-
ugur þessu bráðskemmtilega, lit-
auðuga leikriti Xbsens, en hafði
þó aldrei fengizt neitt við það.
Égfórnú að kynna mér hlutverk
mitt, en gat hvergi náð tökum
á því. Ég sá fyrir mér óteljandi
tilsvör og atriði, en Daníel
Hegra fann ég hvergi. Aliir
töluðu um þessi vandræði mín
við æfingarnar og ypptu öxlum.
Loks hugðist Jóhannes Poulsen
koma mér til hjálpar og sagði:
„Nú skal ég segja yður nokkuð.
Gallinn við yður er sá, að þér
kunniö alltaf hlutverk yðar of
vel. Gerið mér nú þann greiða að
lesa ekki Daníel Hegra, og svo
skulum við sjá, hvort ekki rætist
úr.“ „Það er mjög einföld og
þægileg aðferð,“ sagði ég, „og
ég skal reyna hana; en ætli það
geti ekki orðið yður og hinrnn
leikurunum til óþæginda?" „Sei
sei, nei.“ sagði hann. Raunin varð