Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 4
2
tTRVAL,
ennþá yfir Hiroshima, spurði
hann sjálfan sig spurninga og
fann engin svör. Mikilvægasta
spurningin var um mannseðlið
sjálft. Er hernaður mönnum
í blóð borinn? Ef svo er, hvað
er þá langt þangað til þeir nota
tækin, sem þeir hafa nú fundið
upp, til að tortíma sjálfum sér ?
— Hvað er gjöreyðingin langt
undan ? Ef þessu er ekki þannig
varið, hvernig eiga þá mennirn-
ir að túlka sína eigin reynslu,
sem er sú, að friður hefir ekki
verið nema 300 ár í allri sögu
mannkynsins ?
Nátengdar þessari spurningu
eru aðrar, sem ekki lítur út fyr-
ir að, hægt sé að svara ákveðið.
Jafnvel þó að gert sé ráð fyr-
ir, að haldið verði í skefjum
uppfinningum, sem stuðla að
eyðileggingu, hverjar eru þá
breytingarnar, sem þessi nýja
öld færir eða knýr fram í hvers-
dagslífi manna, í menningu,
uppeldi, heimspeki, trúarbrögð-
um og félagsmálum?
Þegar þetta er hugleitt, ætti
ekki að vera nauðsynlegt að
sýna sérstaklega fram á, að 6.
ágúst 1945 urðu tímamót. Ein-
urn kafla í sögu mannkynsins
var skyndilega lokið, og annar
hófst. Þetta gerðist, þegar smá-
hlutur var látinn svífa til jarð-
ar í fallhlíf yfir Japan.
Ekki ætti heldur að þurfa að
færa rök að gjörbyltingareðli
þessarar nýju aldar, sem tekur
til alls í mannlífinu, allt frá vél-
unum til siðfræðinnar, frá
stjórnmálum til skáldskapar. í
stuttu máli má segja, að þessi
nýja öld geri framleiðsluna og
starfsaðferðir manna úreltar,
og ekki einasta það, heldur líka
manninn sjálfan.
Það eru ekki nema tvær dýra-
tegundir í náttúrunni, sem
kunna að heyja stríð, mennirnir
og mauramir. Það kann að
virðast kaldhæðni örlaganna, að
báðar þessar tegundir hafa
margbrotið félagslegt skipulag.
Allir skordýrafræðingar eru
þeirrar skoðunar, að hernaður-
inn sé maurunum í blóð borinn,
en mannfræðingar og líffræð-
ingar eru ekki á einu máli um,
hvort þessu sé þannig farið um
manninn.
Margir vísindamenn telja, að
maðurinn hafi innra með sér
afl til að afstýra styrjöldum.
Julian Huxley gerir mikinn
greinarmun á mannlegu eðli og
tjáningu mannlegs eðlis. Þannig
sýna styrjaldir ekki mannseðlið
sjálft, heldur hitt, til hvers