Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
hegrarnir. öll persónan varð
einskonar stæling af því, sem
ég hafði séð í hegrabúrinu.
Daníel Hegri í „De Unges For-
bund“ varð þannig önuglyndur
og illkvittinn karlskröggur, sem
réðist á meðbræður sína óvænt
og án nokkurs tilefnis, en iðrað-
ist aldrei misgjörða sinna, af því
að þær voru ekki annað en nátt-
úrleg opinberun á innsta eðli
hans. Vínið, sem hann fékk hjá
kammerherranum fannst honum
óþverri. Það mátti sjá, að hann
var betra vanur. Þó lét hann
svo lítið að drekka nokkur glös,
en við hvern sopa hristi hann
höfuðið ólundarlega. Hann var
alltaf öðru hvoru að sparka með
hægri fætinum, jafnvel þó ekk-
ert væri til að sparka í. Þannig
varð Daníel Hegri til.
Frumsýningin gekk ágætlega.
Og þegar ég á eftir sat í bún-
ingsherbergi mínu og var að
taka af mér „fuglsnefið", kom
Jóhannes Poulsen í hinum glæsta
skrúða Steensgaards brosandi
inn til mín og tók í höndina á
mér: „Þakka yður fyrir kvöld-
ið! Hvað sagði ég! Það kom á
endanum!"
„Já, guði sé lof, en ég hefi
líka lesið mikið upp á síðkast-
ið.“
„Sei, sei já,“ sagði hann sátt-
fús, „hvað um það. Bara ef eitt-
hvað kemur!“ Og það var
vissulega rétt athugað hjá hon-
um.
Vanþakklæti.
Meðlimir Kvenfélags jurtaæta voru á sumarferðalagi. Þær áðu
í skjólgóðum lundi og sátu og biðu eftir því að vatnið hitnaði
á katlinum.
Allt í einu kom mannýgt naut hlaupandi í áttina til þeirra.
Uppi varð fótur og fit og reyndi hver að forða sér sem bezt hún
gat. Ein kona var svo óheppin að vera með rauða sólhlíf, og var
ekki að sökum að spyrja: nautið veitti henni eftirför, og tókst
henni með naumindum að forða sér yfir girðingu.
Þegar hún var úr hættu, sneri hún sér að nautinu, steytti
hnefann að því og sagði:
„Vanþakkláta skepnan þín! Þama hefi ég verið jurtaæta alla
ævi og aldrei smakkað kjöt — og þetta er þakklætið, sem ég fæ!“