Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
snöggur skjálfti í hann, stund-
um samfara þrumuhljóði. Jök-
ullinn var að dragast saman og
spnmgur að myndast allt í
kring um veðurathuganastöð-
ina.
Fimmta júlí varð ég fyrir
öðru, hræðilegu áfalli. Vél-
knúni rafallinn bilaði — brotinn
öxull, sem ég gat ekki gert við.
Vararafall, handsnúinn, var að
vísu til, og einn maður á að vera
fær um að framleiða nóg raf-
magn með honum fyrir sendi-
tæki. En ég, sem var ekki hálfs
manns maki, varð að gera það
einn.
Ég byrjaði að snúa með báð-
um höndum. Þetta var jafnvel
erfiðara en ég hafði búist við,
en loks hafði ég það af og sendi
kallmerkið KFY — KFZ.
Ég kallaði í fimm mínútur,
en skipti svo yfir og hlustaði.
Ég var skjálfhentur, þegar ég
stillti á þá bylgjulengd, sem
Dyer hafði ákveðið fyrir þetta
tæki. Ég heyrði ekkert nema
suð. Svo stillti ég á aðrar
bylgjulengdir. Alger þögn. Ég
hefði getað grátið af vonbrigð-
um. Eftir að ég hafði hvílt mig
á bekknum í tíu mínútur, kall-
aði ég aftur, enda þótt ég hlyti
að örmagnast, ef þessu héldi
áfram. Ég skipti yfir á hlustun-
artækið, en var svo þreyttur, að
ég kærði mig eiginlega koll-
óttan um árangurinn. Þá heyrði
ég allt í einu rödd Dyers, en
missti strax af henni. Ég reyndi
í örvæntingu að stilla á rétta
bylgjulengd.
„Áfram, KFY. Við heyrðum í
þér. Áfram, áfram. Við heyrð-
um í þér.“ Þetta var Dyer. Hve
dásamlegt, hve dásamlegt hugs-
aði ég með mér.
Ég sagði Dyer, að vélknúni
rafallinn væri bilaður ogégværi
í hálfgerðum vandræðum með
varatækið. „Skeytasendingar
óvissar hér eftir,“ sagði ég.
„Verið ekki hræddir, þó að
áætlun verði ekki fylgt.“
Þá tók Murphy til máls. Hann
talaði hægt og sagði: „Eins og
þú veizt, er ferðin til veður-
athuganastöðvarinnar erfið.
Þessvegna er vandað mjög til
undirbúningsins. Ef ég væri í
þínum sporum, myndi ég ekki
búast við dráttarvélunum fyrr
en í júlílok.“
Mér brá mjög eitt andartak.
Mér kom í hug, að þeir ætluðu
að fara þennan leiðangur aðeins
til þess að hjálpa mér. Hafði ég
þá komið upp um mig ? Ég lagði
fast að þeim að hætta við för-