Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 131
Framh. af 2. kápusíðu.
ríkir samkeppni, dýrin heyja
samkeppni, skordýrin, jafnvel
býflugurnar, heyja samkeppni.
Jafnvel i heimi frumeindanna
ríkir samkeppni. Ein frumeind
geturkomiðístaðinnfyrir nokkr-
ar „veikari“ frumeindir annars
efnis. í>að mundi reynast erfitt
að sannfæra frumeindina um, að
þessi beiting aflsins sé ekki
æskileg.
Vísindamenn munu geta frætt
yður á því, að engin af grund-
vallarlögmálum eðlisfræðinnar
hafi verið brotin með klofningu
frumeindarinnar — lögmálin um
hreyfinguna, tregðuna og geymd
orkunnar standa öll óhögguð.
Orka sú, sem losnar við klofn-
ingu frumeindarinnar er ekki
takmarkalaus. Þér skuluð þvi
varpa öndinni léttar og setjast við
skrifa aðra forustugrein um
ráðagerðir yðar um það, hvernig
þér ætlið að fella 150 000 000
Þjóðverja og Japana inn í kerfi
alheimsstjórnar án þess að neyta
afls. — Neil Trimble, Chicago.
Herra: Mér hefir verið mikil
ánægja að þvi undanfamar vik-
ur að lesa öll bréfin um forustu-
grein yðar „Nútímamaðurinn er
orðinn á eftir tímanum," en —
drottinn minn dýri — getið þið
rithöfundarnir ekki gert annað
en verið á einu máli um það, að
alþjóðaeining sé æskileg? ötölu-
leg samsinnandi og hrósandi
ummæli, en ekki eitt orð um að-
gerðir! Hvað veldur?
Mér finnst, að eitthvað sé
hœgt að gera, og að áhrifarík-
ast muni verða að þér og yðar
líkar hefðuð forgöngu. Gætuð
þér ekki komið á fót, eða lagt
til að haldið yrði „Rithöfunda-
þing til stuðnings alþjóða-
stjórn?" Það hljóta að vera
rithöfundar úti um allan heim,
sem einskis óska frekar en að
vinna fyrir slíkt málefni, eink-
um nú, þegar skrípaleikurinn í
London (utanríkisráðherrafund-
urinn) og allt það, sem barizt
hefir verið fyrir, er að verða öll-
um ljóst í átakanlegri nekt sinni.
Þegar rithöfundarnir hafa riðið
á vaðið, ættu alþjóðasamtök
stúdenta að koma á eftir — og
því næst stéttafélög embættis
manna, vísindamanna og verka-
manna. En menntunin verður að
koma fyrst — hvernig lýst yður
á? — P. Bassetti, Cambridge.
Kéttar skýringar á oiðum á öftustu kápusiðu.
1. — b.
2. — a.
3. — c.
4. — c.
5. — a.
6. — b.
7. — a.
8. — b.
9. — a.
10. — c.
11. — b.
12. — a.
13. — c.
14. — c.
15. — c.
16. — a.
17. — b.
18. — a.
19. — b.
20. — a.
21. — b.
22. — c.
23. — a.
24. — a.
25. — c.
26. — a.
27. — c.