Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 76
74
tJRVALí
Daunninn er sterkur, en hér er
líka hlýtt, notaleg hlýja frá
lýsislampanum, sem kona Ohud-
lerks heldur lifandi á. Hér er
stækja, en þó einkum fjöl-
skyldulíf með öllum sínum
breytileika og venjum. Ohudlerk
sat í miðju iglerk og starði fast
beint fram undan sér og raus-
aði langar setningar. Hann
flækti sig og tapaði sér mitt í
útskýringum sínum, en þær
snerust um veiði hans þennan
dag. Enginn hlustaði á hann, og
samt voru allir áheyrendur
hans. Það er erfitt að lýsa þessu
sjónarsviði. Auðvitað má segja,
að allir viðstaddir og hver og
einn væri hluti af hópnum, en
samt sátu allir 1 eins konar ein-
veru, frjálsir að athöfnum sín-
um, gátu hreyft sig og hugsað
að vild. Gamla konan, sem sat
á hækjum sínum við lampann
sinn, klóraði sér og klóraði, virt-
ist ekki hlusta, og samt heyrði
hún allt, sem sagt var, því að
við og við lét hún orð faila til
samþykkis.
I útskoti til vinstri handar
sat Kakokto og unga konan
hans. Hann hafði breitt, róm-
anskt andlit, svipmikið, en dá-
lítið nautslegt, ennið lágt, og
háiúð stýft, svo að það var eins
og prestahúfa. Konanvarblíðleg
og auðsjáanlega ástfangin af
manni sínum, þó að hann sýndi
engin merki þess, að hann
endurgyldi tilfinningar hennar.
Hvorugt þeirra sagði orð. Hún
sat og saumaði skinn og notaði
við það þrístrenda nál, en hann
sat með hendurnar á hnjám
sér og starði út í bláinn.
Börnin léku sér í innri enda
hússins. Þau veltu sér nakin á
hreindýraskinnum og bjuggu
sér til sinn eigin heim, eins og
öll önnur börn. Eskimóakrakk-
arnir eru gæddir framúrskar-
andi lífsfjöri, sýna aldrei
minnstu þreytumerki og fara
aldrei að hátta á undan full-
orðna fólkinu fremur en börnin
í fátækrahverfum stórborg-
anna. f snjóhúsi Ohudlerks
rákust þau á ömmu sína, veltu
sér margar veltur, og þegar
gamla konan fór að tauta, hættu
þau að leika sér, horfðu á hana
andartak og héldu síðan áfram
eins og hún væri ekki til.
Við og við ósaði lampinn.
Gamla konan beygði sig áfram
og með krepptum fingrunum
veiddi hún upp úr lýsinu bóm-
ullarhnoðrana, sem notaðir
voru fyrir kveik, færði þá upp
að lampabrúninni og hagræddi