Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 42
40
tJRVAL
sem féll um þröngt gilið og var
þéttsettur fossum. Einn fossinn
var 31/2 metri á hæð. McCollom
þreif í grasfléttu, sem krökkt er
af í frumskóginum, og líkjast
helzt reipkaðli. Svo sveiflaði
hann sér fram yfir fossinn og
lét sig fallast niður fyrir neðan
hann.
„Komdu Maggí,“ skipaði
hann. Án þess að hugsa frekar,
greip ég fléttuna og þeyttist
með henni út í bláinn. Þá var
röðin komin að Decker. Hann
datt niður í lækinn við hlið okk-
ar, brosti og sagði: „Skramba-
kornið, að ég hefði haldið að ég
ætti eftir að leika Tarzan!“
Um hádegi vorum við að
þrotum komin og dofin af kulda
frá hvirfli til ilja. Við heyrðum
til leitarvélar uppi yfir okkur,
en við vissum, að þær mundu
aldrei koma auga á okkur niðri
í gilinu, sem var yfirreft af
slútandi trjám. Við urðum að
komast á bersvæði, ef það ætti
að takast.
Morgunin eftir borðuðum við
dálítið meira af brjóstsykri og
drukkum ögn af vatni. Ég
mundi hafa látið aleiguna fyrir
einn bolla af heitu kaffi. Sýk-
ing var nú hlaupin í báða fætur
og annan handlegginn, og ég
barðist við grátinn, sem ég vildi
í lengstu lög dylja fyrir félög-
um mínum. Eitt sinn, þegar
McCollom hvarf okkur sjónum
sem snöggvast, æpti ég í æðis-
kasti. „John er strokinn burt
frá okkur, og hann hefir matar-
forðann, og við svelltum í hel!“
Þá var það sem Decker
breyttist í „yfirforingja." Hann
var jafnvel veikari en ég, en
hann vissi, hvaða brögðum
skyldi beita til að fá mig til að
halda ferðinni áfram. Hann
kallaði mig mannleysu og fleiri
óþvegnum nöfnum. Ég varð svo
ofsareið, að rnig langaði helzt
til að sálga honum. En ég reis
á fætur og skrönglaðist áfram
niður eftir læknum. Enginn
veit betur en ég, að ég blygð-
ast mín upp í kviku fyrir að
hafa, eitt augnablik, efast urn
mannkosti hans, jafnvel þótt
í æðiskasti væri.
Um ellefu-leytið þennan
morgun eftir fimrn klukku-
tíma busl í læknum, komum við
á autt svæði. McCollom fikaði
sig upp bakkann og hrópaði svo
til okkar: „Komið hingað. Þetta
er nú aldeilis notandi!“
Decker fór næstur og rétti
mér síðan höndina. Er upp kom,
steypti ég stömpum og gat mig