Úrval - 01.12.1945, Side 42

Úrval - 01.12.1945, Side 42
40 tJRVAL sem féll um þröngt gilið og var þéttsettur fossum. Einn fossinn var 31/2 metri á hæð. McCollom þreif í grasfléttu, sem krökkt er af í frumskóginum, og líkjast helzt reipkaðli. Svo sveiflaði hann sér fram yfir fossinn og lét sig fallast niður fyrir neðan hann. „Komdu Maggí,“ skipaði hann. Án þess að hugsa frekar, greip ég fléttuna og þeyttist með henni út í bláinn. Þá var röðin komin að Decker. Hann datt niður í lækinn við hlið okk- ar, brosti og sagði: „Skramba- kornið, að ég hefði haldið að ég ætti eftir að leika Tarzan!“ Um hádegi vorum við að þrotum komin og dofin af kulda frá hvirfli til ilja. Við heyrðum til leitarvélar uppi yfir okkur, en við vissum, að þær mundu aldrei koma auga á okkur niðri í gilinu, sem var yfirreft af slútandi trjám. Við urðum að komast á bersvæði, ef það ætti að takast. Morgunin eftir borðuðum við dálítið meira af brjóstsykri og drukkum ögn af vatni. Ég mundi hafa látið aleiguna fyrir einn bolla af heitu kaffi. Sýk- ing var nú hlaupin í báða fætur og annan handlegginn, og ég barðist við grátinn, sem ég vildi í lengstu lög dylja fyrir félög- um mínum. Eitt sinn, þegar McCollom hvarf okkur sjónum sem snöggvast, æpti ég í æðis- kasti. „John er strokinn burt frá okkur, og hann hefir matar- forðann, og við svelltum í hel!“ Þá var það sem Decker breyttist í „yfirforingja." Hann var jafnvel veikari en ég, en hann vissi, hvaða brögðum skyldi beita til að fá mig til að halda ferðinni áfram. Hann kallaði mig mannleysu og fleiri óþvegnum nöfnum. Ég varð svo ofsareið, að rnig langaði helzt til að sálga honum. En ég reis á fætur og skrönglaðist áfram niður eftir læknum. Enginn veit betur en ég, að ég blygð- ast mín upp í kviku fyrir að hafa, eitt augnablik, efast urn mannkosti hans, jafnvel þótt í æðiskasti væri. Um ellefu-leytið þennan morgun eftir fimrn klukku- tíma busl í læknum, komum við á autt svæði. McCollom fikaði sig upp bakkann og hrópaði svo til okkar: „Komið hingað. Þetta er nú aldeilis notandi!“ Decker fór næstur og rétti mér síðan höndina. Er upp kom, steypti ég stömpum og gat mig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.