Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 118

Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 118
116 ÚRVAL ofngeymirinn var of þungur fyrir mig. Næsti dagur var sunnudagur og þá átti ég að hafa loftskeyta- samband við Litlu Ameríku — og segja ósatt um líðan mína, þó að sárþjáður líkami minn krefðist þess að ég leysti frá skjóðunni. Ég hefi oft verið spurður að því, hvers vegna ég hafi ekki skírt leiðangurs- mönnum frá, hvernig komið var. Ég hefi svarað á þá leið, að það hafi verið of hættulegt að koma mér til hjálpar. Myrkrið, kuldinn og viðsjálar jökul- sprungurnar voru óvéfengjan- legar staðreyndir. Það var ekki hægt að hugsa sér að fara að tefla lífi mannanna í hættu. Guð má vita, hvernig ég fór að því að hreinsa hrímið úr út- blástursrörinu og lcoma vélinni í gang. En svo þurfti ég ekki annað en að þrýsta lauslega á hnappinn; ég vissi að loftskeyta- letrið myndi ekki koma upp um mig. Foringjar í bækistöðinni tóku að ræða um væntanlegan könnunarleiðangur, er voraði. Ég svaraði já og nei og stöðvaði vélina, alveg örmagna. Um nóttina var ég svo langt leiddur, að minnstu munaði að ég yrði vitskertur. Ég leið ógur- legar þjáningar og ég gat ekki bægt þeirri hugsun frá mér, að ég væri að deyja. En ég nærðist þó á mjólkurlögg og kexi, og næsta morgun var ég heldur hressari. Um eftirmiðdaginn gat ég snúið grammófónsveif- inni og spilað þrjár plötur. Það var dásamlegt að heyra marg- ar mannsraddir glymja um kofann. Þú ert aö lagast, sagði einhver innri rödd; þú getur komizt yfir þetia. Þú hefir kannske aðeins einn möguleika á móti hundrað, en þú hefir þó möguleika. QEINNA, þegar ég lá í svefn- ^ pokanum, reyndi ég að gera mér grein fyrir möguleik- unum. I fimm óendanlega langa daga hafði ég lifað slíkar kvalir, að mér voru nærri allar bjargir bannaðar. Ég hafði þjáðst og barizt, vonað og hætt að vona. En maðurinn er nú einu sinni þannig gerður, að hann gefst ekki auðveldlega upp; einhver ósjálfráður kraftur úr dýrarík- inu heldur honum uppi. Nú spurði ég sjálfan mig: Hvernig er aðstaða þín ? Hvað gat ég að- hafst, sem ég hafði ekki þegar gert? Fyrsta nauðsynin var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.