Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
ofngeymirinn var of þungur
fyrir mig.
Næsti dagur var sunnudagur
og þá átti ég að hafa loftskeyta-
samband við Litlu Ameríku —
og segja ósatt um líðan mína,
þó að sárþjáður líkami minn
krefðist þess að ég leysti frá
skjóðunni. Ég hefi oft verið
spurður að því, hvers vegna ég
hafi ekki skírt leiðangurs-
mönnum frá, hvernig komið
var. Ég hefi svarað á þá leið, að
það hafi verið of hættulegt að
koma mér til hjálpar. Myrkrið,
kuldinn og viðsjálar jökul-
sprungurnar voru óvéfengjan-
legar staðreyndir. Það var ekki
hægt að hugsa sér að fara að
tefla lífi mannanna í hættu.
Guð má vita, hvernig ég fór
að því að hreinsa hrímið úr út-
blástursrörinu og lcoma vélinni
í gang. En svo þurfti ég ekki
annað en að þrýsta lauslega á
hnappinn; ég vissi að loftskeyta-
letrið myndi ekki koma upp um
mig. Foringjar í bækistöðinni
tóku að ræða um væntanlegan
könnunarleiðangur, er voraði.
Ég svaraði já og nei og stöðvaði
vélina, alveg örmagna.
Um nóttina var ég svo langt
leiddur, að minnstu munaði að
ég yrði vitskertur. Ég leið ógur-
legar þjáningar og ég gat ekki
bægt þeirri hugsun frá mér, að
ég væri að deyja. En ég nærðist
þó á mjólkurlögg og kexi, og
næsta morgun var ég heldur
hressari. Um eftirmiðdaginn
gat ég snúið grammófónsveif-
inni og spilað þrjár plötur. Það
var dásamlegt að heyra marg-
ar mannsraddir glymja um
kofann. Þú ert aö lagast, sagði
einhver innri rödd; þú getur
komizt yfir þetia. Þú hefir
kannske aðeins einn möguleika
á móti hundrað, en þú hefir þó
möguleika.
QEINNA, þegar ég lá í svefn-
^ pokanum, reyndi ég að
gera mér grein fyrir möguleik-
unum. I fimm óendanlega langa
daga hafði ég lifað slíkar kvalir,
að mér voru nærri allar bjargir
bannaðar. Ég hafði þjáðst og
barizt, vonað og hætt að vona.
En maðurinn er nú einu sinni
þannig gerður, að hann gefst
ekki auðveldlega upp; einhver
ósjálfráður kraftur úr dýrarík-
inu heldur honum uppi. Nú
spurði ég sjálfan mig: Hvernig
er aðstaða þín ? Hvað gat ég að-
hafst, sem ég hafði ekki þegar
gert?
Fyrsta nauðsynin var að