Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 35
SAGA TÍZKUNNAR
33
millistéttin fyrir alvöru í kynni
við tízkuna. Það er engin til-
viljun, að um lok átjándur ald-
ar fara að koma út blöð, sem
eru algerlega helguð sveiflum
kventízkunnar.
Kventízkan tók miklum breyt-
ingum og fór marga út-
úrdúra á nítjándu öld. Nítj-
ánda öldin var talin vera
undir merki nytjastefnunnar,
en frá því á tímum fellinga-
kragans hafði tízkan þó ekki
komið fram með neitt óþarfara
en krínólínuna. Hið einkenni-
lega er, að sökum hinnar hröðu
útbreiðslu tízkunnar, voru
krínólínur ekki eingöngu notað-
ar af yfirstéttar kvenfólki, held-
ur af öllum konum yfirleitt.
Eldabuskan var í nærri því eins
stórri krínólínu og frúin í setu-
stofunni.
Á nítjándu öldinni hurfu ein-
kenni nytjalögmálsins úr kven-
búningnum að mestu. Spuming-
in var: hvor hinna tveggja
kvengerða, sem notfærðu sér
ginningarlögmálið, — heima-
sætan, sem stefndi að því að ná
sér í eiginmann eða hispurs-
meyjan, sem hafði ástabrall að
atvinnu — hvor þeirra átti að
ráða tízkunni. Giftar konur
voru mitt á milli og sveigðust
til beggja hliða, eftir því sem á
stóð. Baráttunni um þessi yfir-
ráð er ekki lokið enn. Yfirleitt
má telja, að á velmegunartím-
um hneigist tízkan í þá átt að
vera þroskuð og íburðarmikil
(þ. e. tízka hispursmeyjarinn-
ar), en á umróta- og krepputím-
um verður hún einföld og ung-
gæðingsleg (þ. e. tízka heima-
sætunnar).
En heimasætan er ekki lengur
eins og hún var í gamla daga.
Hún er nú sjálfstæð, ung stúlka
og hún ræður tízkunni á umróta-
tímum, því að þá, og aðeins
þá, hlotnast henni nokkur fjár-
hagsleg geta. í sínum eigin
augum er hún að berjast fyrir
nytjalögmálinu, en ginningar-
lögmálið er hin raunverulega
orsök athafna hennar. Hún er
andvíg valdalögmálinu, og þess-
vegna veldur tízkan hennar því,
að stéttagreiningin deyfist.
Konum hefir verið mikil stoð
að starfi hinna miklu tízku-
kónga, tízkublöðum og kvik-
myndum. Það er jafnvel hægt
að hrinda af stað nýrri nær-
fatatízku 1 Hollywood, og þeg-
ar þess er gætt, hve aðsókn að
kvikmyndahúsunum er mikil,
er ljóst að áhrif kvikmynda
hljóta að vera gífurleg.