Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 34
32
URVAL
Með frönsku stjórnarbylt-
ingunni hverfur hirðmaðurinn
og þá um leið hverfur aðgrein-
ingin milli aðalsmannsins og
hins venjulega borgara. Þetta
var þó auðvitað ekki sigur lýð-
ræðisins heldur lágaðalsins.
Nú voru raunveruiega aðeins
tvær stéttir til: lágaðallinn
og almúginn. Allir, sem voru
fyrir ofan sérstaka tröppu í
þjóðfélaginu og hlýddu vissum
reglum og kreddmn, voru
„gentlemen." Hertogi var ekk-
ert hærra settur en þeir, og
hann hefði ekki dirfst að nota
tignarmerki sín á strætum úti
á nítjándu öld eins og sjálfsagt
hefði þótt einni öld áður. Þeir,
sem töldust til lágaðalsins,
klæddust óbrotnum fötum (því
einfaldari og óbrotnari, þeim
mun betra), og ,,gentlemen“
stærðu sig ekki lengur af út-
saumuðum rósum á treyjuerm-
unum heldur af skraddaramerk-
inu í innanverðum jakkavasan-
um. Stéttagreiningin, sem lág-
aðalinn vildi viðhalda, birtist í
sniði fatanna og smáeinkennum
á þeim. Karlmannabúningurinn
var engu að síður byggður á
valdalögmálinu, en að vísu í
mildara formi en áður.
Gegnum aldirnar hefir ginn-
ingarlögmáiið verið hið ríkj-
andi lögmál kvenbúningsins. En
það náði fyrst hámarki sínu við
frönsku konungshirðimar á
fimmtándu öld. Þar fór kven-
fólk fyrst að ganga í flegnum
kjólum, tók að beita nýjungum
í klæðaburði einungis vegna
nýjunganna, og má þá segja, að
hin eiginlega tízka sé upprann-
in þar. Raunveruleg tízka
grundvallast ætíð á ginningar-
lögmálinu. Aðferðin byggist á
hinum „breytilegu kynhrifa
svæðum“, sem sálfræðingar
nefna svo; það er að segja, hún
leggur áherzlu á einn hluta
kvenlegrar fegurður eftir
annan, og skiftir jafnan um,
þegar vaninn hefir dregið úr
áhrifunum.
Tízkan fór smám saman að
breiðast út, en hægt fyrst í stað,
því að konur og dætur borgara-
stéttarinnar, urðu að vinna engu
síður en sveitakonur, og gætti
nytjalögmálsins því í kiæðnaði
þeirra fram á átjándu öld. Það
var ekki fyrr en á tímum iðn-
byltingarinnar að borgarastétt-
in losnaði að miklu leyti við
heimilisstörfin, svo sem bakstur
og brugg, saumaskap og spuna,
sem verið hafði verk kvenna
frá ómunatíð, og þá komst