Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 58
56
TJRVAL
sem hitar gasið afar mikið, og
það veldur því, að það þennst
ofsalega út. Ljósaolía er nú not-
uð sem eldsneyti. Neistakerti
veldur fyrstu sprengingunni, en
lítið glóðarkerti úr málmi verð-
ur glóandi heitt á fáeinum sek-
úndum og kveikir upp frá því
í eldsneytinu. Það er því engin
þörf á ftóknu kveikingarkerfi.
Og þetta er aðeins eitt af hin-
um margbrotnu tækjum venju-
legra benzínhreyfla, sem þarna
eru óþörf. Þrýstiloftshreyflarn-
ir þarfnast ekki neins kælikerf-
is, og jafnvel smurningsvanda-
málið er næstum alveg úr sög-
imni. Og þeir eru svo léttir
(ekki eitt pund á hestafl) og
einfaldir, að það er miklu auð-
veldara að teikna flugvélar þær,
sem þeir eiga að vera í.
Þriðja hreyfilsgerðin er eins
konar samsetning, þar sem not-
aðar eru venjulegar loftskrúf-
ur, en þær eru knúðar með gas-
túrbínu*, sem eru gerðar og
starfa samkvæmt sömu megin-
reglum og hinir þrýstilofts-
hreyflarnir. Þessar túrbínu-
knúnu loftskrúfur eru ekki
brúklegar með meiri hraða en
*) Sjá „Gastúrbínan," Úrval, 1.
hefti, 3. árg-.
> 800 km. á klukkustundu. Þetta
1
* er einfaldur útbúnaður, sem ég
býst við, að verði brátt mikið
notaður. Svipaðir gastúrbínu-
hreyflar verða vafalaust notað-
ir í járnbrautarlestum, strætis-
vögnum og jafnvel í venjuleg-
um bílum í framtíðinni.
Ég er viss um, að þrýstiork-
an verður notuð í öllum flug-
vélum með einhverri af þessum
þremur aðferðum áður en 10 ár
eru liðin.
Að fljúga í flugvélum, knún-
um þrýstiloftshreyflum, líkist
engu, sem maður hefir reynt.
áður. Maður verður ekki var
neinna óþæginda af völdum há-
vaða eða titrings. Flugvélin
virðist svífa áfram hávaðalaust
og án áreynslu. Flugmennirnir
segja, að þeir heyri ekki nema
ánægjulegan nið, þegar flugvél-
in líður gegnum loftið. En á-
horfendur þekkja þær á hinu
óskaplega ýlfri, sem heyrist frá.
þeim um leið og þær þjóta fram-
hjá.
Þrýstiloftshreyflarnir munu
gera okkur fært að ferðast með
miklu meiri hraða en menn hafa.
þekkt áður. Orustuflugvélar,
sem hafa þrýstiloftshreyfla, er
hægt að láta fljúga hraðar en
hljóðið, sem berst með hér um