Úrval - 01.12.1945, Qupperneq 117

Úrval - 01.12.1945, Qupperneq 117
ALEINN 115 það. Ég var svo skjálfhentur, að það slettist á mig allan. Svo seldi ég öllu upp, sem ég hafði drukkið. Ég skreiddist upp á bekkinn til þess að hvíla mig, því að mér lá við yfirliði. Ég hafði oft mætt dauðanum augliti til auglits á flugferðum mímnn. En þar skeður allt með miklum hraða. Maður tekur ákvörðun og afleiðingarnar koma í Ijós á svipstundu. Og þegar hinn ósýnilegi farþegi sezt 1 farþegasætið, verður mað- ur hans ekki mikið var, vegna þess að þar er svo margt sem glepur hugann. Nú sat dauðinn andspænis mér í dimmu her- fcergi, öruggur í fullvissu þess, að hann yrði mér þaulsætnari. Mikill ótti náði tökum á mér. Ég óttaðist hvorki þjáningar né da.uða, en ég var ákaflega kvíð- inn vegna aðstandenda minna, ef svo færi, að mér yrði ekki afturkvæmt. Það var regin- heimska af mér að vera einn í þessari veðurathuganastöð. Öll ævi mín leið fram hjá hugskots- sjónum mínum þessar kvala- fullu stundir. Mér varð Ijóst, að 4g hafði ekki lagt rétt mat á hlutina, og mér hafði ekki skil- izt, að hin einföldu og látlausu gæði lífsins eru þýðingarmest. Þegar allt kemur til alls, er það aðeins tvennt, sem er einhvers virði fyrir mann: ástúð og skilningur þeirra, sem maður ann. — Hið eina, sem ég átti ógert var að skrif a bréf til konu minn- ar. Pappír og blýantur var á hillu rétt hjá, en þegar ég ætlaði að teygja mig þangað, var hand- leggurinn fastur; treyjuerminn hafði frosið niður vegna vatns- ins, sem slettist á mig, þegar ég var að drekka. Ég reif hana lausa. Ákafinn í að skrifa jók þrek mitt. En ég gat ekki skrif- að uppréttur. Þegar ég reyndi það hneig höfuð mittniður. Þeg- ar ég hafði lokið bréfinu, hvíldi ég mig lengi og skrif- aði síðan móður minni, börnum mínum og leiðangursmönnun- í Litlu Ameríku nokkrar línur. Ég batt spotta utan um bréfin og hengdi þau á naglann, sem Ijóskerið hékk á. Annar júní var raunalegt framhald dagsins á undan. Ég fór mér hægt að öllu og sparaði kraftana sem mér var unnt, skreið í stað þess að ganga og hvíldi mig lengi eftir hverja áreynslu. Ég fór þrjár ferðir fram í göngin eftir eldsneyti. Ég sótti það í tinkrús, af því að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.