Úrval - 01.12.1945, Side 18

Úrval - 01.12.1945, Side 18
16 tJRVAL nú samt sú. Það reyndist sem sé ekki hafa góð áhrif á gang æf- inganna, að ég vissi aldrei, hvað ég átti að segja, og þurfti stöð- ugt að vera að gá í handritið, og að ég þekkti aldrei kallorð mín, og sat þess vegna rólegur í her- berginu mínu, þegar beðið var eftir mér á leiksviðinu. Alltaf þurfti öðru hvoru að vera að senda eftir mér, og Jóhannes Poulsen sýndi lengi vel staka þolinmæði. Að lokum var hon- um þó nóg boðið, og bað hann mig að glugga rétt svona við og við í hlutverk mitt. Ég gluggaði í það, en það stoðaði lítið, nema að því leyti, að ég kom inn á leiksviðið þegar við átti, og sagði þau orð, sem ég átti að segja. En Daníel Hegri gaf hvergi fangastað á sér. Frumsýningin nálgaðist og ég gat ekkert, vissi ekkert, ekki einu sinni hvernig Daníel Hegri átti að líta út eða vera klædd- ur! Jóhannes Poulsen sagði: ,,Þér eruð svo skemmtilegur, þegar þér stælið Ölaf frænda eða Ottó Zinck; notið bara ann- að hvort gerfið.“ En í þessu máli var ég ósveigjanlegur. Það vildi ég ekki. Þá datt mér allt í einu í hug: „Því í fjandanum kallar Ibsen manninn „Hegra“? Hegri er fugl. Eitthvað sér- stakt hlýtur að hafa vakað fyrir honum, því að þótt réttara sé að jafnaði að fylgja leiðbeiningum leikritahöfunda með varfæmi, er alltaf óhætt að treysta Henrik Ibsen. Ekkert smáorð er komið inn í leikrit hans af til- viljun. Og svo fór ég einn morg- un út í dýragarðinn. Þar var nokkuð stórt hegrabúr með polli á miðju gólfi og 1 miðjum poll- inum stóð eitthvað sem líktist blaðlausu tré. Þarna sátu tveir hegrar hreyfingarlausir. Annar á jörðinni, en hinn uppi í trénu. Eg stóð lengi og virti þá fyrir mér, og loksins fékk ég laun- aða þolinmæði mína. Án nokk- urs sjáanlegs tilefnis flaug hegrinn í tréinu allt í einu nið- ur til félaga síns, ýtti svo óþyrmilega við honum, að hann hrökklaðist burtu úr pollinu. Því næst fór hegrinn úr trénu að sötra ólundarlega úr pollin- um. I hvert skipti sem hann hafði tekið munnfylli sína, lokaði hann nefinu og hristi höfuðið ákaft, eins og hann vildi segja: Svei attan, þetta er ljóti óþverrinn! Hann hélt samt áfram að drekka, þangað til hinn hegr- inn kom aftan að honum og hratt homrni burt úr pollinum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.