Úrval - 01.12.1945, Síða 92

Úrval - 01.12.1945, Síða 92
90 ÚRVAL heiðurs kónginum. Ég býst ekki við, að þessir háu herrar, hafi vitað af mér fyrr en ég skreið f ram úr f ylgsninu. Allir gáf u þeir samtímis frá sér ankannalegt hljóð, þar sem saman fór undr- un og fyrirlitning. „Hún ætlar að koma á fyrir- lesturinn," sagði Churchill um leið og hann fór í sokkinn. Roð- inn í kinnunum á mér hafði nú færst upp í hársrætur. „Það get ég ekki,“ sagði ég vandræðalega. „Það er ómögu- legt. Mér er ekki boðið. Og kvenfólki er bannaður aðgang- ur.“ „Hvað sem því líður,“ sagði Churchill ákveðinn, „þá tala ég ekki nema þér komið með.“ Nefndin var svo Ijót ásýnd- um, að mér lá við yfirliði, en slíkt hafði aldrei hent mig áð- ur. Við fórum nú öll út úr her- berginu og að lyftunni. Á leiðinni niður varð Churchill ekki mjakað frá ákvörðun sinni. Annaðhvort kæmi ég með eða hann segði ekki eitt auka- tekið orð. Nefndin var í mesta vanda og sagði í sífellu: „En það er ekki hægt, hr. Churchill. Reglur klúbbsins leyfa það ■ekki.“ Þegar við fórum út úr lyft- unni, komst einn nefndarmann- anna í færi við mig á meðan Churchill átti tal við hina. „Hananú,“ sagði sá góði maður, „snauta þú nú í burtu og hættu að ónáða Churchill." „Ég?“ svaraði ég, og þurfti ekki að gera mér upp undrunar- tóninn. „Bg hefi aldrei ónáðað hann.“ En hinn virðulegi nefndar- maður ætlaði ekki að deila við mig. „Farðu,“ fnæsti hann, og ýtti mér inn 1 hliðarherbergi. Ég fór og ég hefi aldrei orðið eins fegin að komast frá nokkrum stað. Ég skrifaði um samtalið þá um kvöldið og þótti takast vel. Keppinautur minn, Ernest, var gulur og grænn í framan af öfund, þegar hann las það dag- inn eftir. En sætleiki frægðarinnar og öfund meðbræðranna megnuðu ekki að má burt minninguna um þá andstyggilegu stund, þegar ég skreið undan rúminu í herbergi Churchills, kafrjóð í framan, í viðurvist leiðandi manna í borginni. Tíminn græð- ir sár, en sumar minningar gleymast seint. Þessi minning gleymist aldrei.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.