Úrval - 01.02.1949, Side 2
Greinar í gömlum heftum.
Það eru orðin býsna mörg mál-
efni, sem tekin hafa verið til með-
ferðar í greinum Urvals á þeim
sjö árum, sem það hefur komið
út. Segja má með nokkrum rétti,
að naumast nokkurs máls, mann-
legu lífi viðkomandi, hafi þar ekki
verið að einhverju getið. Hér á
þessum stað hefur stundum verið
minnt á greinar um sérstök efni,
sem áður hafa birzt í TJrvali, þeim
lesendum til leiðbeiningar, sem
hafa viljað fræðast um þau. Um
eitt efni hafa mjög oft birzt grein-
ar i Úrvali, en það eru hvers-
konar vandamál varðandi sambúð
karls og konu. Úrvali er ljóst,
að það er miklum vanda bundið,
að velja slíkar greinar, en það
'álítur, að því hafi tekizt að fylgja
því markmiði, sem það setti sér
í upphafi, að val á slíkum grein-
um skyldi einungis miðast við
gildi þeirra til leiðbeininga og
fræðslu. Greinar þessar hafa ver-
ið mikið lesnar, og er það eðli-
legt, því að þær fjalla um vanda-
mál, sem hver einasti maður kemst
í kynni við. Hér á eftir verða
taldar nokkrar af þeim greinum,
sem birzt hafa í Úrvali uxn þessi
mál.
„Hvað er hægt að gera fyrir
barnlaus hjón?“, 1. hefti 1. árg.
„Ábyrgð konunnar í kynferðis-
málum“, 3. hefti 1. árg.
„Ástundun skirlífis", 2. hefti 2.
árg.
„Leið til skírlífis", 3. h. 2. árg.
„Hinn lífeðlisfræðilegi þáttur
kynferðis", 5. hefti 2. árg.
„Af hverju ákvarðast kyn-
ferði ?“ 6. hefti 2. árg.
„Fræðsla í kynferðismálum", 2.
hefti 3. árg.
„Manndómur æskunnar", 5. hefti
3. árg.
„Br hjónaband þitt farsælt fyr-
irtæki?", 3. hefti 4. árg.
„Er meydómur gamaldags?" 5.
hefti 5. árg.
„Miðaldra kona eignast barn“,
6. hefti 5. árg.
„Hvað á ógifta konan að gera?“,
1. hefti 6. árg.
„Koss eða kökukefli?", 2. hefti
6. árg.
„Sálfræðingur athugar ástina",
4. hefti 6. árg.
„Rómantísk ást í réttu ljósi",
1. hefti 7. árg. „Um erfiðleika í
samlífi hjóna“, 2. hefti 7. árg.
„Tvennskonar mælikvarði x kyn-
ferðismálum", 3. hefti 7. árg.
„Hjónaskilnaður er enginlausn",
5. hefti 7. árg.
„Bætir hjónabandið mannlega
bresti ?“, 6. hefti 7. árg.
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Afgreiðsla Tjamargötu 4,