Úrval - 01.02.1949, Side 45
ÓLEYST VERKEFNI
43
fyrir okkur alla krakkana, unga
og gamla, ef við gætum aðeins
losnað undan áhrifavaldi hinna
gömlu blekkinga og ævintýra, og
lært að sjá hlutina eins og þeir
eru: sem leysanleg, óleyst
vandamál og tækifæri. Lífið
varð þess virði, að því væri lif-
að. Lífið er þess virði, að því
sé lifað.
Ég vil endurtaka það, að sú
áunna skoðun mín, að veröld-
in sé óþekkt og ógerð, eða hálf-
gerð eða illa gerð, varð mér til
mikils góðs. Hún er góð fyrir
drenginn minn, og ég held hún
sé góð fyrir alla drengi og stúlk-
ur. Hún gefur námi þeirra, leikj-
um og starfi raunverulegan til-
gang.
0-0-0
Máttur bænarinnar.
Prestur nokkur ók bíl sínum annars hugar beint fyrir stór-
an vörubíl, sem var á hraðri ferð. Vörubílstjórinn hemlaði í
skyndi og tókst með naumindum að forða árekstri. Presturinn
varð dauðskelkaður og bað auðmjúklega afsökunar, og tók bil-
stjórinn því vel.
Bílstjórinn ætlaði því næst að setja bílinn sinn í gang aftur,
en hann vildi ekki fara á stað. Bílstjórinn bölvaði hátt og i
hljóði, en ekkert dugði.
Að lokum sagði presturinn: „Vinur minn, bxllinn fæst aldrei
í gang með blóti og formælingum."
Bilstjórinn leit á prestinn, brosti og sagði: „Jæja, prestur
minn, þá skuluð þér biðjast fyrir og sjá, hvort það hefur meiri
áhrif en blótsyrði mín".
Presturinn roðnaði, en hann hafði gefið tilefnið og gat nú
ekki snúið aftur. „Við skulum taka ofan,“ sagði hann. Svo bar
hann fram þakkir fyrir, að þeir skyldu. hafa sloppið hjá slysi,
og bað þess að bíllinn færi aftur í gang.
Þegar presturinn hafði lokið bæn sinni, sagði bílstjórinn:
„Gott, nú fer hann í gang.“ Að svo mæltu steig hann á ræs-
inn, og bíllinn þaut af stað. Presturinn stóð eftir á veginum,
klóraði sér í höfðinu og tautaði: „Ja, hver skollinn!“
— The Condulet.
o*