Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
gat á magann til þess að mað-
urinn gæti nærst. Tom, en svo
hét maðurinn, borðaði þannig,
að hann tuggði fyrst matinn og
spýtti honum síðan í tregt, sem
með gúmmíslöngu var tengd við
magann. Á þessum sjúklingi gat
Wolff sannrejmt sambandið milli
myndunar magasafans og til-
finningalífsins.
Þegar Tom reiddist eða varð
æstur, fylltust blóðæðarnar í
slímhimnu magans af blóði —
maginn varð eldrauður eins og
andlit hans. Þegar Tom varð
hræddur eða kvíðinn, varð bæði
andlit hans og slímhúðin í mag-
anum föl og blóðlaus. Með því
að framkalla og lækna sár í
maga Toms, gat Wolff sannað
kenningu taugalæknisins dr. Al-
exanders um, að sálrænar trufl-
anir geta valdið magasári, og
að oft er hægt að lækna það
með því að ráða bót á hinni
sálrænu orsök.
Beaumont og Wolff unnu
einkum að því að rannsaka á-
hrif tilfinningalífsins á melting-
arfærin, en annar maður, sem
nú er nýlátinn, prófessor Can-
non, beindi athygli sinni að öðr-
um líffærum, og sýndi fram á,
að einnig þau urðu fyrir áhrif-
um tilfinningalífsins. Prófessor
Cannon og samstarfsmenn hans
sýndu, hvernig röskun á tilfinn-
ingalífinu höfðu áhrif á hita-
temprun líkamans, blóðrásina,
vöðvana og hjartað. Hann skil-
greindi tvo meginþættina í til-
finningalífi okkar, ótta og reiði,
sem tæki til að búa líkamann
undir flótta eða baráttu, þegar
hætta er á ferðum. Þetta skeð-
ur þannig, að nýrnahetturnar
gefa frá sér adrenalin í stærri
skömmtum en venjulega, en það
hefur þau áhrif, að hjartað tek-
ur að slá örar og andardráttur-
inn verður tíðari, blóðþrýsting-
urinn hækkar og hæfileiki vöðv-
anna til kraftbeitingar eykst.
Læknum hefur lengi verið
kunnugt, og raunar almenningi
líka, að geðshræringar hafa á-
hrif á hjartað og meltingarfær-
in. En nýjar athuganir benda
til, að það sé ekki aðeins hjart-
að og maginn, sem eru spegill
tilfinninganna. Þegar ameríski
kvenlæknirinn dr. Dunbar hóf
hinar psykosómatísku rann-
sóknir sínar, notaði hún bein-
brotssjúklinga til samanburðar.
Hún komst þá fljótt á þá skoð-
un, að orsakir slysa væru oft
á tíðum annað og meira en ,,ó-
heppni". Plún og samstarfsmenn
hennar komust að þeirri niður-