Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 63
LÍFFRÆÐI ELLINNAR
61
magnaður fosfór, sezt hann
mest allur að í beinunum, og eft-
ir mánuð hafa beinin losað sig
við hann aftur. Bygging líkam-
ans heldur því áfram eftir að
vöxturinn hættir. Samt eldist
líkaminn. Vefirnir þorna með
tímanum og fita safnast í þá,
æðarnar harðna, vöðvarnir
slakna, beinin verða brothætt,
næmleiki augna og eyrna þverr.
Svo virðist, sem endunýjunin sé
þess ekki megnug, að viðhalda
æskufjörinu.
Brýnasta úrlausnarefnið í ná-
inni framtíð, og það sem góðu
lofar um árangur, er að finna
frumorsök þess, að endurnýjun
líkamans fer smáþverrandi.
Tveir möguleikar, sem útiloka
ekki hvor annan, eru fyrir hendi:
(1) þverrandi hæfileiki líkamans
til að byggja upp þau efni, sem
hann þarf til hinnar stöðugu
endurnýjunar; (2) þverrandi
hæfileiki til að brenna efnum og
fá úr þeim orku.
1 fyrra tilfellinu er um „slit“
á frumum líkamans að ræða;
í seinna tilfellinu gæti verið um
hálfgerða „köfnun“ þeirra að
ræða af völdum óeðlilega mik-
illa úrgangsefna, sem myndast
við ófullkomin efnaskipti. í báð-
um tilfeiiunum er um að kenna,
að hin ómissandi lífsefni, sem
kölluð eru’ enzym, geta ekki leyst
af hendi hlutverk sitt.
Sameindir enzymanna eru
mjög flóknar að efnasamsetn-
ingu, og þó að ekki sé nema ör-
lítið af þeim, þá eiga þau mest-
an þátt í að breyta fæðunni, sem
við neytum, í lifandi vefi líkam-
ans. Án enzymanna gætu engin
mikilvæg efnaskipti átt sér stað
í líkamanum. Vel er hugsanlegt,
að skortur á þeim sé orsök elli-
hrörnunar. Hingað til hafa rann-
sóknir lífefnafræðinga einkum
beinzt að því að finna, hvaða
enzym eru í hinum einstöku líf-
færum, og hvernig þau starfa,
en ekki að því, hvernig þau
breytast með aldrinum.
En þær fáu athuganir, sem
gerðar hafa verið, benda til, að
í vef jum spendýranna fari starf-
semi enzymanna þverrandi með
aldrinum. Þannig má líkja
hrörnun líkamans við hrörnun
íbúðarhúss, sem verður vegna
skorts á þjónustuliði.
Frá bæði fræðilegu og hag-
nýtu sjónarmiði er það mikil-
vægt, að fá úr því skorið, hvort
starfsemi enzymanna fari þverr-
andi eftir að fullum vexti er
náð. í fræðilegu tilliti gefur það
fyrirheit urn skilning — og síð-