Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 61
LÍFFRÆÐI ELLINNAR
59
um gnægð vítamína og málm-
salta en ónóga orkufæðu, tókst
McCay að lengja þroskaskeið
þeirra úr fjórum mánuðum í
1000 daga. Af þeim rottum, sem
aldar voru á venjulegri fæðu,
dó sú síðasta á 965. degi; á þeim
aldri voru hinar rotturnar í
fuilu æskufjöri. En þegar þær
höfðu náð næstum eðlilegri
rottustærð, hætti vöxturinn. Ell-
in fór að setja mörk sín á þær,
og sú síðasta dó réttra fjögra
ára.
Svo virðist því sem hægt sé að
bægja burtu hrörnunareinkenn-
um ellinnar, einungis á meðan
hægt er að fresta því að full-
um vexti og þroska sé náð.
Ákveðin hámarksstærð virðist
því nauðsynlegt skilyrði tií þess
að lífverur séu dauðlegar. Land-
dýr geta ekki komizt hjá þessu
skilyrði, því að stærð þeirra eru
samkvæmt lögmálum efnisins
sett tiltölulega ströng takmörk.
Hvalur getur orðið 140 lestir
á þyngd. 1 samanburði við hann
er Afríkufíllinn, sem getur orð-
ið fimm lestir, dvergvaxinn. Og
þó er fíllinn sennilega mjög
nálægt því að vera eins stór og
lifandi bein og bandvefir geta
borið á þurru landi, því að stein-
gerfingar, sem fundizt hafa,
benda aðeins á eitt landdýr, sem
verið hefur stærra en fíllinn.
Dýr, sem nær stærð hvalsins,
verður að lifa í þéttara efni
en Iofti. I lofti myndu beinin
í siíku dýri ekki geta borið uppi
líkamann.
Stækkun dýranna, einkum
spendýranna, hefur í för með
sér breytingu á lögun. Háfætt
folald verður ekki fullvaxinn
hestur með því einu að stækka,
og maðurinn er ekki aðeins
stækkuð mynd af barni. Lögun-
in verður að breytast jafnhliða
vextinum, því að þegar ummálið
vex, vex þyngdin hlutfallslega
enn meira.
Ef hæð, breidd og þykkt bók-
ar, sem vegur tvö kg. er tvö-
faldað, þá verður hún ekki, f jög-
ur kg. á þyngd, heldur 16. Ef
14 marka barn, 45 sm. langt,
yrði að 180 sm háum manni og
stækkun þess yrði öll í sömu
hlutföllum, þá yrði maðurinn
448 pund að þyngd! Það er því
ekkert undarlegt, þó að nátt-
úran hafi horfið að því ráði, að
hreyta stöðugt um lögun dýr-
anna eftir því sem þau stækka.
Takmörkun á stærð virðict
þannig vera gjaldið, sem við
verðum að greiða fyrir þau for-
réttindi, að lifa á þurru Iandi.
8*