Úrval - 01.02.1949, Page 123
tJR MINNISBLÖÐUM HINS BRÁÐLYNDA
121
,,Þér skuluð ekki örvænta,
Nieolas . . . hún hefur hjarta
, . . já, mjög viðkvæmt hjarta!“
Við höldum af stað í skóginn
til að tína sveppi . . . Warj-
enka hengir sig á mig og
þrengir sér upp að mjöðminni
á mér. Ég líð óbærilegar þján-
ingar, en ég afber þær.
Við göngum inn í skóginn.
,,Heyrið þér, monsér Nilcolas,“
andvarpar Nadjenka, ,,hvers-
vegna eruð þér svona sorg-
mæddur? Hvers vegna þegið
þér?“
Undarleg stúlka: um hvað
gæti ég svo sem talað við hana ?
Hverskonar mál ættu það að
vera, sem væru okkur sameigin-
lega viðkomandi?
,,Jæja reynið þér þó að segja
eitthvað . . .“ mjálmar hún.
Ég reyni að upphugsa eitt-
hvað, sem sé nógu hversdags-
legt til að hæfa vitsmunum
hennar. Ég hugsa mig um og
seg svo:
„Eyðing skóganna veldur
Rússlandi gífurlegu tjóni . . .“
„Nicolas!“ andvarpar Warj-
enka, og aftur roðnar á henni
nefið. „Nicolas, ég sé, að þér
eruð að forðast að tala hreint
og beint . . . Það er eins og
þér séuð að hefna yður á mér
með þögninni . . . Tilfinningar
yðar eru ekki endurgoldnar, og
þess vegna viljið þér þjást í
þögn og bera það í einrúmi . . .
það er hræðilegt, Nicolas!“
hrópar hún og þrífur hönd
mína með ákefð, og um leið
tek ég eftir því að nefið á henni
tekur að þrútna. „Hvað munduð
þér kannske segja, ef þessi
stúlka, sem þér elskið, byði
yður eilífa vináttu?“
Ég muldra einhvern þvætt-
ing, þar sem ég hef ekki
minnstu hugmynd um, hverju
svara skal . . . Ég vona að þér
skiljið: í fyrsta lagi elska ég
hreint enga stúlku, og til hvers
ætti mér í öðru lagi, að koma
slík eilífðar vinátta? Og í þriðja
lagi er ég bráður í skapi.
Masjenka eða Warjenka grípur
höndum fyrir andlit sér og
talar í hálfum hljóðum eins og
hún sé bara að tauta við
sjálfa sig:
„Hann þegir . . . Hann ætlast,
auðsjáanlega til að ég fæii
honum fórn. Ég get þó ekki
elskað hann, þar sem ég þegar
elska annan! Og þó . . . ég
ætla að íhuga það . . . Gott
og vel, ég ætla að hugsa
málið. . . . Ég ætla að neyta
allra sálarkrafta minna . . .