Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 59
Flskar deyja ekki úr elli. Ekki heldur tré.
Hví eldist þá maðurinn og: deyr?
Líffrœði ellinnar.
Grein úr „Scientific American“,
eftir Florence Moog.
|^|AUÐINN er fjarri því að
* * vera algilt náttúrulögmál.
Líffræðingar benda á, að þótt
„allir menn séu dauðlegir11, gild-
ir sú regla ekki um allar iífver-
ur. Undantekningarnar eru
nógu margar til þess að vekja
þá von, að vísindin geti iært að
lengja líf mannsins.
Tökum fiskana sem dæmi.
Þeir eru ekki ódauðlegir. Ævi
þeirra eru takmörk sett af
margskonar hættum, sem eru
engu fátíðari í djúpum hafsins
en í frumskógum hitabeltisins.
Sumir fiskar deyja af dularfull-
um eitrunum, aðrir falla fyrir
sníkjudýrum, sem komast í
innýfli þeirra, og enn aðrir
fyrir „nornfiskinum“ (hagfish),
sem grefur sig inn í hold fisks-
ins og étur hann smámsaman
upp til agna.
Flestir fiskar enda vafalaust
líf sitt í ginum stærri fiska. Einn
er þó sá „krankleiki“, sem fisk-
ar deyja aldrei úr, en það er elli.
Fiskar deyja ekki úr elli, af
Þessi grein hiaut fyrstu verðlaun
af 102 greinum í samkeppni, sem
Westinghouse deild „Hins ameríska
félags til eflingar vísindum“ stofn-
aði til. Höfundurinn fékk 1000 doll-
ara í verðlaun.
því að þeir eldast ekki. Ekkert
dýr byrjar að eldast í líffræði-
legum skilningi, fyrr en það hef-
ur náð fullri stærð og vöxtur
er hættur. Þá fyrst fara þær
breytingar, sem við köiium elli-
mörk, að gera vart við sig. En
fæstir fiskar hafa það sem kalla
mætti ákveðna fullorðinsstærð.
Þeir halda áfram að stækka á
meðan þeir lifa.
Þó að lesa megi aldur margra
fiska á árhringunum í hreistr-
inu, er augljóst mál, að erfitt
er að finna elztu fiskana, og
segja til með vissu, hve gamlir
þeir geta orðið. Þeir sem bezt
skilyrði hafa haft til slíks, nefna
hundrað ár sem æviskeið nokk-
urra velþekktra ferskvatnsfiska,
svo sem geddu, vatnakarfa og
8