Úrval - 01.02.1949, Page 55
Allir geta lært að tala á mannfundum, segir
Dale Carnegie, mesti ræðumennsku-
kennari Bandaríkjanna.
Að tala á mannfundum.
Grein úr „Your Life“,
eftir J. P. McEvoy.
^KELFURÐU á beinunum, ef
þú átt að tala á mannfund-
um? Verður tungan í þér þykk,
röddin hjáróma, kverkarnar
þurrar? Dale Carnegie, höfund-
ur bókarinnar Vinsældir og á-
hrif, segir að það sé eðlilegt,
en að þú getir læknað þig af
þessum ótta við að tala — með
því að tala. Carnegie segir:
„Þú ert ekki hræddur við að tala.
„Þú ert hræddur við að þér
mistakist. Þessvegna mistekst
þér — og í næsta skipti mis-
tekst þér, af því að þér mis-
tókst fyrst, og þannig verða
mistökin að vana.“ Carnegie
ætti að vita hvað hann syngur.
Hann hefur hlustað á og gagn-
rýnt 150 þúsund ræður á undan-
förnum 20 árum.
Kunnur f jármálamaður í New
York, sem fór á ræðumennsku-
námskeið hjá Carnegie undir
dulnefni, varð svo skelfingu
lostinn, þegar honum var sagt
að standa upp og tala, að hann
hljóp út úr kennslustofunni.
Seinna var honum boðin sendi-
herrastaða, sem hann hafði
mjög mikinn hug á að taka, og
af því að hann vissi, að hann
mundi ekki komast hjá því að
halda ræður, leitaði hann aftur
á náðir Carnegies. Von bráðar
var hann farinn að sækja tíma
þrjú eða fjögur kvöld í viku.
Hann varð svo hrifinn af að
heyra sjálfan sig tala, að hann
vakti konu sína einn sunnudags-
morgun og spurði: „Er nokkur
staður í New York þar sem ég
get haldið ræðu í dag?“ Hún
anzaði syfjulega, að hann gæti
talað á samkomu kvekara, ef
andinn kæmi yfir hann. Hann
fór á kvekarafund, og andinn
kom yfir hann og hann talaði
í 20 mínútur.
Og svo var það stjórnarfor-
maðurinn í stóru iðjuveri, sem
sagði við Carnegie: „Um leið og