Úrval - 01.02.1949, Page 97
LÖGMÁL EFNISINS 1 LJÓSI NLTTÍMAÞEKKINGAR
95-
alla leið inn að kjarna þungu
atómanna, en efnisagnir hlaðnar
rafmagni kastast til baka frá
hleðslu kjarnans. Nevtróna, sem
skotið er á atómkjarna, getur
sameinast honum og myndað
þyngri, en óstöðuga ísótópu
sama frumefnis. Þessi óstöðuga
ísótópa verður þannig radíóak-
tíf eða geislavirk, klofnar sjálf-
krafa og gefur frá sér eina elek-
trónu og breytist við það í nýtt
frumefni með atómnúmer einni
einingu hærra.
30. Vetnisatómið hefur að-
eins eina prótónu í kjarnanum
og gengur ein elektróna í kring
um hana. Atómnúmer og atóm-
þungi vetnis er þannig hvort-
tveggja einn.
31. Til er ísótópa af vetni,
sem er eins og venjulegt vetni
að öðru leyti en því, að atóm-
þunginn er tveir. Þetta efni kall-
ast þungt vetni, eða devteríum.
Kemískt tákn þess er D. Sam-
band devteríums og súrefnis
kallast þungt vatn.
32. Kjarni þungs vetnis hef-
ur að geyma eina prótónu og
eina nevtrónu. Atómnúmerið
fyrir þungt vetni er 1, vegna
þess að kjarninn hefur aðeins
eina prótónu. Atómþunginn er
2, þ. e. þungi einnar prótónu og
einnar nevtrónu.
33. Frumefnið helíum hefur
2 prótrónur og 2 nevtrónur í
kjarnanum. Tvær prótónur sam-
svara atómnúmerinu 2. Saman-
lagður þungi prótóna og nev-
tróna í kjarnanum er 4, og atóm-
þunginn þess vegna 4. Tvær
elektrónur ganga kringum kjarn-
ann og haldast á brautum sín-
um af prótónunum tveim.
34. Rúmmál atómanna á-
kveðst af brautum yztu elek-
trónanna. Aðeins lítið brot af
rúmi því, sem atómið tekur, er
raunverulegt efni, þ. e. prótón-
ur, nevtrónur og elektrónur, á
sama hátt og sólin, jörðin og
hinar pláneturnar fylla aðeins
lítinn hluta af rúmmáli sólkerfis
okkar.
35. Þrátt fyrir það þótt mik-
ill hluti atómsins sé þannig tómt
rúm, þá er öðrum atómum og
stærri efnisögnum algerlega ó-
fært að komast í gegnum það
eða inn fyrir svið þess.
Elektrónurnar fara miljónir
umferða kringum kjarnann á
sekúndu hverri, og halda öllu
öðru efni utan sinna marka eins:
örugglega og þær væru allstað-
ar á braut sinni samtímis.