Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 76
74
ÚRVAL
verk, hægðatregðu og þyngsli
fyrir brjósti. Hann var hrædd-
ur um, að hann væri með
hjartasjúkdóm. Tveir læknar
rannsökuðu hann nákvæmlega
á sjúkrahúsi, en gátu ekki
fundið neitt að honum og vís-
uðu honum til taugalæknis. Áð-
ur hafði hann leitað til 8 lækna.
Niðurstöður þeirra höfðu ver-
ið margvíslegar: eitrun, ofmikil
sýra í maga, gallsteinar, sam-
drættir í ristlinum; og ráðlegg-
ingarnar jafnmargvíslegar:
hægðalyf, sérstakt mataræði,
díatermí, skolun á ristlinum, o.
s. frv. Eftir daglegar heim-
sóknir til taugalæknis í 38 daga
var hann úrskurðaður frískur,
og rannsókn þrem árum síðar
sýndi, að hann var stálhraustur.
Auk þeirra þjáninga, sem
sjúklingarnir og fjölskyldur
þeirra verða að þola, er slæm
eða röng meðferð á psykosóma-
tískum veikindum mjög kostn-
aðarsöm fyrir þjóðfélagið. Það
er ekkert efamál, hvort við
höfum efni á að láta sjúklingun-
um í té sálræna (psykiatriska)
lækningu, en hitt er efamál,
hvort við höfum efni á að gera
það ekki.
Dr. Dunbar fullyrðir, að 80%
af öllum sjúklingum á almenn-
um sjúkrahúsum ættu að kom-
ast undir hendur taugalækna.
Hún segir frá 9 ára gömlum
dreng, sem hafði kostað for-
eldra sína 40000 krónur og
sjúkrasamlagið 25000 krónur
vegna sjúkdóms, sem talinn var
hjartveiki. Hann fékk fulla bót
eftir 10 vitjanir hjá taugalækni.
Hversvegna eru læknar þá
svo tregir til að viðurkenna
þörfina á því að lækna sálina
engu síður en líkamann? Andi
Pasteurs og Virchows er enn
svo ríkur í læknaskólum og
sjúkrahúsum, að margir læknar
líta enn tauga- og geðsjúkdóma
fræðina (psykiatri) hornauga.
Jafnvel amerískir læknaskólar,
sem þó leggja hvað mesta á-
herzlu á kennslu í sálfræði,
helga að meðaltali aðeins 4%
af námstímanum þeirri hlið
læknisfræðinnar. En kennslan
ein getur ekki að neinu ráði
breytt ástandinu. Læknarnir
einir eru lítils megnugir, ef upp-
lýstur almenningur styður þá
ekki. Sá niðurlægingarstimpill,
sem enn loðir við hverskonar
geð- eða taugaveiklun, veldur
því, að sjúklingarnir eru oft van-
trúaðir á lækna, sem segja þeim,
að það sé persónuleiki þeirra en
ekki líkami, sem sé veikur. Þeir