Úrval - 01.02.1949, Page 129
OR MINNISBLÖÐUM HINS BRÁÐLYNDA
12 T
ur og komast eins vafninga-
laust að efninu og auðið er,
byrja ég með stuttu, sögulegu
yfirliti. Ég tala um hjónaband
hinna fornu Hindúa og Egypta,
og drep síðan á seinni aldir;
nokkrar lausar hugleiðingar úr
ritum Schopenhauer fylgja með.
Masjenka hlustar á mig með
eftirtekt, en einhver undarleg
röksemdaleiðsla í hennar eigin
huga gerir það að verkum, að
henni finnst nauðsynlegt að
grípa fram í fyrir mér.
,,Nicholas, kysstu mig!“ segir
hún.
Það kemur fát á mig og ég
veit ekki hvernig ég á að taka
þessu. Hún endurtekur áskorun
sína. Og nú get ég ekkert annað
gert en að standa á fætur og
nálgast hið langa andlit hennar,
og er mér þá nákvæmlega eins
innanbrjósts og einu sinni,
þegar ég var lítill og var
neyddur til að kyssa dauða
ömmu mína við jarðarförina.
En Warjenka er ekki ánægð með
þennan eina koss, heldur stekk-
ur hún nú upp og faðmar mig
af fullkominni ástríðu. Á sama
augnabliki birtist mamma
Masjenku í laufskáladyrun-
um. . . .Hún setur upp skelf-
ingarsvip, hvíslar ,,uss“ að ein-
hverjum, og hverfur eins og
Mefistofeles til neðstu grunna.
Utan við mig og ruglaður
sný ég aftur heim. En er heim
kemur, rekst ég aftur á mömmu
Nadjenku, sem liggur í tára-
baði í faðmi mömmu minnar.
En hún tárast líka og segir:
,,Ég hef einnig óskað þess
sjálf.“
En því næst — og nú spyr
ég yður, hvað segið þér um
annað eins? — gengur mamrna
Nadjenku til mín, faðmar mig
og segir:
„Drottinn blessi ykkur! Og
lofaðu mér því að elska hana
1 trú og sannleika. . . . Láttu
þér aldrei úr minni líða, að hún
hefur fært þér fórn . . .“
Og í dag á að láta mig
kvænast henni. Meðan ég skrifa
þessar línur, standa svara-
mennirnir þegar yfir mér og
reka á eftir mér. Þetta fólk
virðist alls ekki kunna minnstu
skil á skaplyndi mínu! Ég er-
þó bráðlyndur og gæti verið til
í allt! Fjandinn hafi það allt
saman, þið skuluð bráðum fá að
sjá hvað af þessu getur hlotizt.
Að draga óðan og uppstökkan
mann til kirkju til að þræla.
honum í hjónaband, er að mínu
áliti rétt álíka gáfulegt og aði