Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 37
ENGILL VITJAR ODDSOCKS
35
en mannleg hamingja. Þegar þú
hefur uppgötvað það, Oddsock,
getur þú fyrir alvöru byrjað að
lifa.“
„Stendur þetta tilboð enn?“
spurði Oddsock.
„Það stendur öllum opið, alls
staðar og á öllum tímum.“
Oddsock þagði stundarkorn.
Svo sagði hann hugsandi, og það
var léttir í röddinni: „Skrifaðu
mig til reynslu.“
0-0-0
Kmversk sköpunarsaga.
Eftirfarandl saga varð til austur í Indó-KIna 4000 árum fyrir
Kristsburð:
Fyrsti maðurinn á jörðinni var einmana. Hann kom því að
máli við skapara sinn og sagði: „Drottinn, ég þarfnast fé-
laga.“ Þá tók guð fegurð blómsins, söng fuglsins, liti regn-
bogans, koss andvarans, hlátur bylgjunnar, blíðu lambsins,
kænsku refsins, hverflyndi regnsins, duttlunga skýjanna, og
úr þessu gerði hann konu, sem hann gaf manninum.
Maðurinn og konan fóru um jörðina og voru hamingjusöm.
En er stundir liðu fram, kom maðurinn aftur til skapara síns
og sagði: „Drottinn, taktu þessa konu, því að ég get ekki lif-
að með henni.“ Og guð tók konuna aftur. En er frá leið, kom
maðurinn aftur og sagði: „Drottinn, gefðu mér konuna aftur,
því að ég get ekki lifaö án hennar." Og guð gaf honum konuna
aftur og þau fóru sína leið.
1 þriðja sinn kom maðurinn til skapara síns og sagði: „Drott-
inn, taktu þessa konu — ég get ekki með nokkru móti lifað
með henni!" Og guð tók konuna aftur. Og enn kom maðurinn
og bað um að fá konuna aftur.
Þá sagði drottinn: „Þetta er í þriðja sinn! Nú verðurðu að
taka hana fyrir fullt og allt, eða ekki." Og maðurinn tók kon-
una, og síðan hafa þau búið saman alla tíð.
— Frú Margaret Severance i „Magazine Digest".