Úrval - 01.02.1949, Side 23
BYLTING 1 PRENTLISTINNI
21
straum, er hefur áhrif á rauð-
glóandi nál, sem nemur við ann-
an sívalning, en utan um þann
sívalning er gagnsæ plata úr
plasti.
Þessi sívalningur snýst einn-
ig, og nálin brennir, fyrir á-
hrif rafmagnsins frá fótósellun-
um, mismunandi djúpa depla í
plötuna, samskonar depla og sjá
má í venjulegum myndamótum
af Ijósmyndum (autokliché).
Fyrir Ijósu deplana á myndinni
brennir nálin djúpa depla í plöt-
una, en grunna depla fyrir
dökku deplana á myndinni.
Þessi aðferðermiklufljótlegri
og ódýrari en hin gamla kemíska
aðferð. Með henni er hægt að
búa til eindálka myndamót á
4 mínútum, en gamla aðferðin
tekur miklu lengri tíma. Um
kostnaðinn er það að segja, að
vélin sjálf er svo ódýr og fram-
leiðslan einnig, að það borgar
sig jafnvel fyrir minnstu prent-
smiðjur að fá sér vélina og búa
sjálfar til myndamótin sín. Þess
ber einnig að gæta, að fram-
leiðslan er sjálfvirk, og getur
hver sem er lært að stjórna vél-
inni á þrem dögum. En í venju-
Iegri myndamótagerð starfa
fagmenn, sem stundað hafa
nokkurra ára nám.
Að lokum kem ég að því, sem
sennilega er merkilegast í öllu
þessu umróti innan prentlistar-
innar, því sem ég hef kallað
„draugaprentun".
Þessi tegund prentunar hef-
ur aldrei fyrr verið framkvæmd.
Að prenta þýðir upprunalega að
þrýsta. Prentun hefur alla tíð
farið fram við þrýsting eða und-
ir fargi. Nú kemur allt í einu
ný aðferð þar sem þrýstingur
eða farg er alls ekki notað, og
engin snerting á sér stað milli
prentflatarins og pappírsins. f
staðinn er kominn straumur
rafeinda, sem gefa þá orku, er
annast ,,prentunina“.
Þessi aðferð er árangur af
tilraunum í rannsóknarstofu
Huebners í New York. Þessi
rannsóknarstofa hefur alger-
lega helgað sig nýjum tilraun-
um á sviði prentlistarinnar.
Uppfinningarmaðurinn er for-
stjóri rannsóknarstofunnar,
William C. Huebner, sem er víð-
kunnur meðal fagmanna í prent-
iðninni í Ameríku.
Huebner fékk fyrst hugmynd-
ina að því, sem hann nú kallar
,,elektronografisk“ prentun,
(rafeindaprentun) dag nokkurn
árið 1924 — og var það af
hreinni tilviljun. Prentsmiðja,