Úrval - 01.02.1949, Page 60
58
tJRVAL
steinbíts (catfish). Um aldur
djúpfiska er nálega ekkert vitað.
Ef menn vilja ganga úr
skugga um, hve lifandi verur
geta komizt nærri ódauðleikan-
um, þá eru jurtirnar betra rann-
sóknarefni en dýrin, vegna þess
að þær eru alltaf kyrrar á sama
stað. Sumar jurtir eiga að vísu
ákveðið æviskeið, þær visna og
deyja, en aðrar halda áfram að
vaxa með því að skjóta áriega
nýjum sprotum, þangað til sjúk-
dómar, næringarskortur, kuldi,
þurrkar eða stormar ráða niður-
iögum þeirra. Mörg tré lifa öld-
um saman, og sum árþúsundir.
En einu lífverurnar, sem segja
má rneð sanni um, að séu ódauð-
legar, eru hinir örsmáu einfrum-
ungar — þörungar, sveppir o. fl.
Þessar lífverur vaxa að ákveðnu
marki, og skipta sér síðan í
tvo eins hluta, sem verða, að
nýjum einstaklingum. Ef vaxt-
arskilyrðin eru hagstæð, vaxa
þessir einstaklingar og skipta
sér að nýju, og þannig heldur
áfram koll af kolli. Þessar lif-
verur deyja með öðrum orðum
aldrei „eðlilegum“ dauðdaga.
Árið 1943 hafði L. L. Wood-
ruff, prófessor við Yale háskól-
ann, haft vissa tegund einfrum-
unga í ræktun hjá sér í 37 ár.
Á þessum tíma höfðu þeir lifað
20000 kynslóðir. Auðvitað höfðu
ekki allir einstaklingarnir, sem
fæddust, fengið að lifa, ef svo
hefði verið, myndu þeir ekki
hafa rúmast á öllu yfirborði
jarðar!
Ef skilyrði eru þannig, að
vöxtur geti haldið áfram, getur
lifandi efni, sem venjulega eíd-
ist og deyr, haldið áfram að
vera ungt miklu lengur en ella.
Árið 1912 tók vísindamaðurinn
Alexis Carrel, þá starfandi við
Rockefellerstofnunina, hluta úr
hjartavef hænuungafósturs og
setti hann í næringarvökva,
sem unnin var úr hænuunga-
fóstrum. Með því að hreinsa vef-
inn reglulega og endurnýja nær-
ingarvökvann, lifði hann og óx
þangað til tilrauninni var hætt
árið 1946.
Rottutilraunirnar, sem C. M.
McCay, kennari við Cornell há-
skólann, gerði fyrir nokkrum
árum, eru engu síður athyglis-
verðar í þessu sambandi. Rott-
ur ná að jafnaði fullum vexti og
þroska á fjórum mánuðum.
Tveggja ára eru þær orðnar
gamlar, og að mjög fáum und-
anteknum deyja þær áður en
þær ná þriggja ára aldri. Með
því að gefa tilraunarottum sín-