Úrval - 01.02.1949, Page 86
84
ÚRVAL
mikla, og í öðru lagi má nota
hreingerningarástríðuna til að
gera öðrum óþægindi, svo að
þeim líði heldur ekki of vel.
Hugurinn kann mörg ráð til
þess að koma mótmælum sínum
og andúð á framfæri. Allir, sem
afskipti hafa af taugaveikluðu
fólki, vita á hve margvíslegan
hátt óró og sektartilfinning get-
ur birzt. Hér að framan hefur
verið getið óttans og tengsla
hans við óvildina á heimilinu.
En jafnvel framgirni, ráðríki og
margskonar kynferðisbrestir
stafa af taugaveiklun þeirri, sem
getur sprottið af baráttunni við
óleyst vandamál. Samkvæmt
kenningu Freuds, á taugaveikl-
un kvenna upptök sín í öfund
þeirra yfir því, hve þær eru að
líkamsbyggingu ólíkar körlum.
Freud segir á einum stað: „Ana-
tomie ist Schicksal“ (Líkams-
bygging er örlög). Ég er þó
ekki algerlega sömu skoðunar.
Mín sannfæring er sú, að þá
fyrst, þegar konunni verður ljós
mismunurinn á líkamsbyggingu
kynjanna í sambandi við öfund
sína yfir ótvíræðum forrétt-
indum karlmannsins á heimil-
inu, skapist andúðin gegn hlut-
verki hennar sem konu, andúð-
in, sem óttinn, óvildin og ráð-
ríkið sprettur af. Ég er þess full-
viss, að í þjóðfélagi, þar sem
stúlkur hefðu forréttindin, fjár-
hagslega, stjórnmálalega og á
atvinnusviðinu, myndi verða sú
breyting á, að piltarnir færu að
öfunda stúlkurnar. Við rann-
sóknir á afstöðu pilta og stúlkna
til síns eigin kyns, kemur í ljós,
að aðeins einn eða tveir piltar
af þúsund eru óánægðir með kyn
sitt, en 40 til 50 stúlkur af
hundraði -— mismunandi eftir
aldri — vilja heldur vera piltar.
Það er líka augljóst, að það
er erfiðara fyrir konuna, að
gegna hlutverki konunnar en
fyrir karlmanninn að gegna
hlutverki karlmannsins í þjóðfé-
lagi nútímans. Og meðan mikill
mismunur er á þeim kröfum,
sem gerðar eru til konunnar, og
hinna, sem gerðar eru til karl-
mannsins á heimilinu, þá er hætt
við, að þeir verði talsvert marg-
ir, sem telja kyn og forréttindi
óaðskiljanleg hugtök. En slíkt
hefur óheillavænleg áhrif á per-
sónuleikann.
Bak við vandræðabörnin eyg-
ir maður oft mæður, sem eru
hættar að elska manninn sinn
eða hafa aldrei verið gæddar
þeim hæfileika, að geta elskað
karlmann. Kynhvöt þeirra er