Úrval - 01.02.1949, Síða 107
FRÆÐSLA 1 FEIMNISMÁLUM
105
stúlkurnar eruð of ungar til að
skilja, hvernig hann var á svip-
inn. Þið kynnist því, þegar þið
giftist. Hann þreif í mig —
hryllilegt andlit hans var rétt
viö mitt — og fór að rífa utan
af mér fötin.“
Hún þagnaði stundarkorn og
tók andköf. Við gátum ekki
stunið upp orði fyrir skelfingu.
Hún hélt áfram: ,,Hann var
búin að rífa af mér kjólinn
niður að mitti, þegar ég æpti af
öllum mætti og hratt honum
frá mér, svo að ég var nærri
dottin aftur yfir mig, og svo
hljóp ég, og allt í einu var ég
komin út af akrinum, rétt hjá
húsinu okkar. Börnin störðu á
korngresið, og Ella frænka kom
hlaupandi út um eldhúsdyrnar.
Þau höfðu heyrt óp mitt. Ella
frænka hrópaði: „Hvað er að?
Hvað kom fyrir? Var karlmað-
ur að hræða þig?“ Og ég svar-
aði: ,,Já, já, já, karlmaður — ég
hljóp —!“ Og svo leið jöíir mig.
Þegar ég raknaði við, lá ég á
legubekknum í setustofunni og
Ella frænka var að strjúka á
mér andlitið með votu hand-
klæði.“
Minnie varð að væta varirnar
með tungunni, áður en hún gat
haldið áfram. Hún var orðin föl
í framan. „Foreldrar ættu að
segja dætrum sínum frá svona
hlutum — svo að þær gætu
kynnzt því, hvernig karlmenn
eru.“
Hún lauk sögu sinni þannig,
að það var eins og hún væri að
vísa okkur á brott. Okkur lang-
aði að fara, en við vorum svo
hræddar, að við gátum ekki
hreyft okkur. Loks spurði ein
af yngstu stúlkunum, með lágri,
skjálfandi rödd: „Komstu upp
um hann, Minnie frænka?“
„Nei, ég skammaðist mín fyr-
ir það,“ sagði hún stuttaralega.
„Ég var líka send heim daginn
eftir. Enginn minntist á atburð-
inn við mig. Og ekki ég heldur.
Ekki fyrr en núna.“
*
Eftir því sem stendur í sum-
um nýtízku barnasálfræðibók-
um, væri ástæða til að ætla að
stúlkur, sem hefðu heyrt slíka
sögu, myndu aldrei geta þrosk-
azt á eðlilegan hátt. En ég man
ekki betur en að allar stúlkurn-
ar í hópnum döfnuðu ogþroskuð-
ust eins og ekkert hefði ískorizt.
Flestar okkar giftust, sumar
urðu hamingjusamar, aðrar
ekki. Okkur lærðist — að meira
eða minna leyti — að lifa með
mönnum okkar, við eignuðumst